Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, september 11, 2006

Nú er bara allt komið á fullsving í íbúðinni niðri. Hannes bóndi fór hreinlega hamförum við niðurbort á veggjum, flísum og steypuklumpum í gær. Næst er bara að vinna iðnaðarmenn s.s.pípara og rafvirkja og mér skilst að það sé þrautin þyngri. Við vorum búin að vera velta fyrir okkur mörgum útgáfum af þessari íbúð en svo duttum við hjóin, já ég segi hjónin niður á sameiginlega niðurstöðu og erum svona líka alsæl með hana. Þettta þýðir reynda mikla vinnu en vel þess virði.
Í morgun var ég næstum stungin af geitungi þegar ég var í blóðprufu og mátti varla á milli sjá hvor hefði betur geitungurinn eða meinatæknirinn en sem betur fer var ég einungis stunginn í rannskónarskyni.
Annað merkilegt í morgun var það að Gulli gamli skólafélagi minn úr MA sagði að það væri hægt að lækka verð á matvöru strax á morgun..... og Sjallarnir eru búnir að vera við stjórn allan þennan tíma og eru bara rétt að fatta þennan möguleika svona fimm mínútur í kosnigar.... ja blessaðir mennirnir..... það verður aldeilis gaman að kaupa inn fyrir helgina.....
Guð blessi stjórnmálamennina!!!!!!!!!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Merkilegt með pólitíkusana, alltaf jafn tækifærissinnaðir og engum öðrum um að kenna en okkur sjálfum, við sitjum uppi með það sem við kjósum í kosningum. Skammarlega dýrt að kaupa mat, eignast þak yfir haus og komast ferða sinna. Ef ekki væri blessuð náttúran, mild haustrigningin og vinir og ættingjar væri maður löngu fluttur til Tælands.

14. september 2006 kl. 16:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu hætt að blogga? Það vantar hressandi pistil frá þér með Guðsblessun í endann.
Aunt Bekks

2. febrúar 2007 kl. 10:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Haltu endilega áfram að blogga! Við Bekka lesum það allavega!

20. mars 2007 kl. 16:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar bara að benda á að nú er kominn október 2007 og þú hefur ekki bloggað í rúmt ár. Hvernig væri að hella yfir mann nokkrum skemmtilegum og skorinorðum pistlum og hressa þar með upp á sálarástand ættingjanna?
Aunt Bekks

22. október 2007 kl. 13:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man ekki lykilorðið og er búin að biðja um að senda mér nýtt en það var sent á gamalt netfang síðan í Danmörku og ég man ekki lykilorðið .... svo ég er í afar vóndum málum.... kannski ég stofni bara nýtt blogg......

20. nóvember 2007 kl. 23:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Já stofna nýtt blogg frænka!

7. desember 2007 kl. 11:59  

Skrifa ummæli

<< Home