Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, september 11, 2006

Nú er bara allt komið á fullsving í íbúðinni niðri. Hannes bóndi fór hreinlega hamförum við niðurbort á veggjum, flísum og steypuklumpum í gær. Næst er bara að vinna iðnaðarmenn s.s.pípara og rafvirkja og mér skilst að það sé þrautin þyngri. Við vorum búin að vera velta fyrir okkur mörgum útgáfum af þessari íbúð en svo duttum við hjóin, já ég segi hjónin niður á sameiginlega niðurstöðu og erum svona líka alsæl með hana. Þettta þýðir reynda mikla vinnu en vel þess virði.
Í morgun var ég næstum stungin af geitungi þegar ég var í blóðprufu og mátti varla á milli sjá hvor hefði betur geitungurinn eða meinatæknirinn en sem betur fer var ég einungis stunginn í rannskónarskyni.
Annað merkilegt í morgun var það að Gulli gamli skólafélagi minn úr MA sagði að það væri hægt að lækka verð á matvöru strax á morgun..... og Sjallarnir eru búnir að vera við stjórn allan þennan tíma og eru bara rétt að fatta þennan möguleika svona fimm mínútur í kosnigar.... ja blessaðir mennirnir..... það verður aldeilis gaman að kaupa inn fyrir helgina.....
Guð blessi stjórnmálamennina!!!!!!!!!