Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

laugardagur, júlí 15, 2006

Við hjónin höfum verið að bræða að með okkur að taka eldhúsið í gegn eða jafnvel baðherbergið. Á dögunum fórum við á stúfana að skoða innréttingar og þess háttar. Ég veit ekki hvort ég er svona fordómafull eða hvað þetta er með mig en mér leiðist þegar starfsfólk sem vinnur í innréttingarbúðum er rétt um tvítugt og þykist hafa voðalegt vit á því hvernig eldhús eigi að vera hjá stórfjölskyldu eins og mér. Þegar ungur piltur sem ekki er farið að vaxa grön segir mér í fullum trúnaði að þetta sé ofsalega sniðugar innréttingar- með svona hólfum fyrir hnífapörin og allt...... hélt hann að ég myndi annars raða þeim upp á rönd í skápana eller hvad..... svo trúði hann mér lika fyrir því að það væri ægilega gott að þrífa þessa gerð af innréttingum enda væru þær dönsk hönnun........... bíddu er þá ekki gott að þrífa sænskar innréttingar eller....... Mér er minnistætt þegar ungur fermingarpiltur, sem vann í Húsasmiðjunni á síðustu öld, fullvissaði mig um að ákveðnar gólfflísar væri afar auðvelt að þrífa. Ég keypti það auðvitað og flísarnar líka enda voru þær nánast ókeypis. Nema hvað að það var ekki nokkur leið að þrífa flísarnar. Við náðum aldrei fúgunni af og vorum endalasust með uppþvottaburstann á gólfinu til að ná af skyr-og mysingsslettum allan veturinn og þó áttum við eingöngu tvo drengi þá. Þessi í innréttingarbúðinni sem ég fór í um daginn hafði aldrei heyrt minnst á hrærivélaskáp, vissi ekki að til væri brauðvél á öðru hverju heimili né að nokkur maður hannaði eldhús sem hentaði sex manna famelíu - benti mér bara á búðir sem selja mötuneytisinnréttingar.
Kannski er það bara málið - ég rek mötuneyti en ekki heimili!!!!!!!!!!!!!!!
Guð blessi vindanna sem á glugga mína gnauða!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home