Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Þá er maður kominn heim eftir yndislegt frí á heita Spáni. Heimkoman var með afbrigðum góð því vinkona mín hafði svei mér þá brotið allan þvott saman meðan ég var í burtu og það hefur bætst í borðbúnað okkar hjóna svo um munar, glös og bollar sem enginn kannast við. Ekki amaleg heimkoma það.
Við vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá í heimsókn til okkar 2 kakkalakka af stærri gerðinni meðan við vorum á Spáni og má segja að Gunna syst hafí fengið kast - á snilldarlegan hátt talaði hún við alla starfsmenn hótelsins á spænsku um að hún vildi ekki sjá þessi kvikindi og það var ekki laust við að fólk brosti að hyteríunni í minni. En hún uppskar hálfsmetra háan eiturúðabrúsa sem hún notaði miksunnarlaust kvölds og margna svo ekki sást handa sinna skil í íbúðinni tímunum saman á eftir. Ekki það að ég sé hrifin kvikindunum en má ekki alltaf gera ráð fyrir þessu í útlöndum??? Brúsann góða geymdi hún á náttborðinu sínu og úðaði allt sem kvikt var hvar og hvenær sem var bæði hjá sér og mér. Kann ég henni að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir enda stendur ekki til að fjölga í minni fjölskyldu á næstunni.
Framundan er ættarmót á ættarmót ofan. Um helgina er Akbrautarættarmót í Skorradal með föðurfólki Hannesar og ætlum við að kíkja, en vegna þess að við hjónin höfum ekki fjárfest í viðlegubúanði fyrir heila herdeild er ætlunin að aka heim að kveldi enda vel við hæfi þar sem þetta er Akbrautarmót!!! Nú þá tekur við Holtungamótið fræga og er ætlunin að leggja land undir fót á laugardagsmorguninn og gista í bændagistingu. Ég hef að sjálfsögðu verið sett í skemmtinefnd og ásamt valinkunnu liði og verður fróðlegt að sjá hvað boðið verður upp á hjá þeim fjölhæfa flokki.
Drengirnir eru farnir að huga að sínu grænmeti í skólagörðum Hafnarfjarðar, Óttar hinn fagri og brúni var rétt í þessu að tilkynna enn eina klósettferðina, hann er á því stigi að láta okkur vita af öllum sem hann gerir, ég er að kúka, mamma ég er að hoppa, mamma ég er að leika mér að bílum, mamma ég er þetta og ég er hitt, vonandi að þessi tilkynningarskylda fylgi honum inn í ungingsárin síðar meir. Högni skott er að eta upp allt sem hann misst af á Spáni enda borðaði drengurinn nánast ekki neitt og var ég á tímabii hrædd um að hér ætti sér stað lystastol ungbarna með meiru, því þessu fylgdi líka mikilir skapbrestir sem ekki höfðu sést áður, svo sem að henda sér í gólf, bara í fýlu, fara í aðra átt en allir hinir og svo videre.... en nú er minn maður kominn í feitt, hafragrautur, súmjólk, cherioos og alls kyns lostæti eins og hver vill.......
Stefnan er tekin á útsölur í dag að dressa upp karlkyn heimilisins - gylliboðum rignir inn um lúguna, nú er bara að kanna hver býður best.
Guð blessi útsölur!!!!!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home