Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, júní 22, 2006

Þetta verður nú að teljast glötuð frammistaða - maður orðinn likur á ættarmótssíðu und alles og ekkert kemur frá manni.
Nema hvað, er komin í sumarfrí með tilheyrandi námskeiðsskutli, sundferðum og sólkremsáburði að ég tala nú ekki um þvottinn sem virðist vera óendnlegur hér í Klaustrinu. Önnur systra minna segir mig vera óhreinataussjúka og má það vel vera hins vegar er ég ekki þvottavélar-þurrkara- né brjótasaman-sjúk og því erfitt við að eiga við þessa sýki. En óhreinatauskörfurnar eru aldei tómar á þessum bæ enda býr hér margmenni með meiru.
Högni er byrjaður á leikskóla við mikla lukku foreldranna, hans og ekki síst bæjarstjóra Hafnarfjarðar því nú hann hafði jú gefið það út opinberlega að öll börn 20 mánaða og væru komin inn á leikskóla og þá væri bara stefna tekin á 18 mánaða markið á næstunni. Um það sama leyti gat ég kreist út úr leiksktjórastjóranum hér í hverfinu að Högni mætti koma í leikskólann 14. águst, daginn sem hann verður 30 mánaða. Lord of the rings var afar hissa á því og sagði þetta algjöra undantekningu, en ég gaf mig og eftir nokkur símtöl og tölvupósta (sem náttúrulega eru trúnaðrmál )var Högn boy boðin skólavist með hálfs dags fyrirvara og viti menn hann unir hag sínum vel og svei mér þá ef Lúðvík bæjarstjóri sefur ekki betur. En dagvistunarmál eru Hafnarfjarðarbæ til skammar og þrátt fyrir það að ég hafi boðið mig fram í nefnd til að taka til í þessum málum í einum af tölvupóstinum sem okkur Lúlla (erum orðin eitthvað svo náin að ég er farin að nota gælunafnið á hann!!!) fór á milli hefur hann ekki haft samband - skrýtið!!!!!!!!!
Svo mun stórfamelína leggja brátt land undir fót - en stórþjófar þessa lands hafið ykkur hæga - húsið verðu fullt af fólki allan tímann enda ekkert að hafa hér nema nokkrar útrunnar niðursuðudósir frá tíð okkar í Danmörku og ósamstæð sokkapör.
Í upphafi þessa mánaðar fórfrúin á bænum í náms- og skemmtiferð. Dvaldi ég í Bratislava í Slóvakíu sem var afar sæt og skemmtileg borg og dásamlegur matur, þá var stefnan tekin á Vín sjálfa sem stendur sko alveg fyrir sínu - borg sem ég verð að heimsækja aftur, endalaus fegurð, menning og bara fínar búðir líka. Heimsótti þar barnavísindasafnið Zoom sem var hreinn unaður og það væri geggjað að vara þangað með drengina sína mörgu og smáu. Eftir fjagradaga svöl í Vínarborg var ferðinni heitið til Ungverjalands til Heviz þar sem við vorum á Spa-hóteli í 2 daga sem var náttúrulega hrein paradís og þrátt fyrir haglél stóð dekur og dúllerí alveg fyrir sínu. Ég fór einnig til Sopran og Gjör í Ungverjalandi sem eru litlar borgir og var ægilega gaman að koma þangað fyrir svo utan hve verðlagið var hlægilegt. Keypti mér kitt til að elda ungverksa gullas-súpu í kaupfélaginu á staðnum og stefni að eldamennsku frekar fyrr en síðar.
Eldri deild drengja hefur hafið mikla rækt í skólagörðum eins og undanfarin sumur, á morgnan eru þeir á klifurnámskeiði hjá Björkinni og er óhætt að segja að þeir una hag sínum vel. Óttar með sinn kíwikoll er bara sætastur og telur niður dagna þangað til við förum út- hann er eitthvað svo fyndinn og sætur þessi elska þessa dagana. Um daginn var hann að fara yfir vitneskju sína í líffræðinni og nefni þar nöfn kynfæra karla og kvenna og segir svo.: "Jóhanna Sigrún hún er ekki með buddu mamma" Nú hvað er hún með spyr þá mamman? "Hún er með svona lítinn rass framan á sér eins og hún er með aftan á, nema þessi er miklu minni".
Högna skottið segir ekki mikið en hjálpa mér og meira............ í gær bað hann í rúma tvo tíma um að sér yrði lyft upp á trambólínið en móðirin neitaði. Seinna um daginn fegnur börn nágrannans að hoppa og þá sá Högni sér leiká borði og gekk til pabba þeirra sem stóð þar hjá og bað hann að hjálpa sér, sem og hann gerði. Hoppaði Högni um stund en hljóp svo til nágrannans með stút á vörum og knúsaði hann og kjassaði - maðurinn varð hálfvandræðalegur en tók þó á móti faðmalgi hans. Nú leitar Högi alltaf að einhverjum örðum en mömmu sinni til að hjálpa sér á trambólínið.
Senn líður að því að bræður verði sóttir á námskeið í klifri - ég lærði bara að klifra í brekkum og stillösum þegar ég var lítil - það var ekki boðið upp á námskeið í því............. kannski voru það mistök hjá Akureyrarbæ, maður væir kannski öllu liprari ef maður hefði komist á námskeið í einhverju þegar maður var lítill. Skítt með það............
Guð blessi námskeið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home