Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

laugardagur, apríl 01, 2006

Guð minngóður hvernig eyðir maður út commentum???? Bara einhverjir nafnlausir útlendingar að senda einhvern óþverra á síðuna manns..........
Í dag er laugardagur til lukku eller hvad............. Hannes bóndi er á heita spáni að spila golf og ég og synirnir höfum það notarlegt í kuldanum á meðan. Sá í fyrsta sinn Idol á stöð 2 í gær og dísus kræst..... þarf bubbi ekki að fara í málfarsráðgjöf...... voðalega var hann eitthvað leiðinlegur og honum tókst engan veginn að vera eins djúpur og hann hélt að hann væri..........Sigga fannst mér bara eins og ég átti von á að hún væri, Einar var fyndinn en Pall Óskar lang flottastur og líka sá eini sem færði rök fyrir máli sínu. Ég hélt með Ínu, fannst þessi Snorri vera eftirlíking af taktlausum Stebba Hilmars, freðýsa dauðans og algjöralega laus við alla útgeislun, svo er Ína sjermerandi fyrir svo utan það að hún syngur ljómandi vel..... sonunum fannst þetta ægilega gaman og ákvaðu að gista hjá Ingulín. Mér skilst á systur minni að Jóhann minn hafi svo vaknað 6:30 og lét ekki lasut né fast fyrr en allir voru komnir framúr kl 8 takk fyrir........... ekki amlegt að eiga svona morgunhana.....
Högni minn er eitthvað slappur og hefur nú sofið á fjóra klukkustund. Óttar minn Páll er yndislegur, búinn að leika sér í allan dag og eta allt sem tönn á festir sem inniheldur meiri sykur en hollustu.... plan dagsins er óráðið en ég býst við að halda kyrru fyrir heima, passa kannski bara fyrir Gunnu syst eða geri eitthvert annað góðverk.
Hafði reyndar hugasð mér að fara innan um fólk og hafði mikið fyrir því að slétta á mér hárið, meika og mála, að ég tali nú ekki um troða mér í sokkabuxur dauðans, men fáir njóta þess nema við Óttar..... ætli ég taki ekki af mér skartið áður en ég hengi mig í eigin glingri....
Á mánudaginn afhendi ég Stekkjarhvamminn minn og þá er ég endanlega gengin í klaustrið. Hannes bóndi kemur á miðvikudaginn, ferming á Akureyri á laugardaginn sem ég veit ekki hvort við föru í, ein vinnuvika eftir og svo páskafrí með tilheyrandi áti og afslöppun........ svo er bara skólaárið að verða búið... áður en maður veit af er bara komið sumar og þá verður hún gaman gumar........... nóg ritað að sinni...
Guð blessi idol stjörnuna

1 Comments:

Blogger GUNNA said...

Alltaf gaman að lesa fréttir og líflegar lýsingar af heimilislífinu í Kalustrinu...
GUNNA SYST

3. apríl 2006 kl. 22:19  

Skrifa ummæli

<< Home