Þá er komið langþráð páskafrí með tilheyrandi veisluhöldum og skemmtunum. Páskarnir eru nú alltaf svolítið notarlegir, það er ekki eins mikið stress og fyrir jólin og ekki eins miklar kvaðir á manni - sem maður reyndar setur á sig sjálfur. Synirnir sem eru á skólaaldri tóku daginn snemma enda hafi móðirin fjárfest í cocopoppsi í tilefni af páskafríinu og menn voru ansi hræddir um að verða afétnir, svo uppúr kl. 7 mátti heyra hér til fótaferða. Litlu prinsarnir eru á sínum hælum eins og pabbi segir og bara lukkulegir með sig, þó Högni hafi um hríð gerst pólitískur flóttamaður og stungið mig af.
Óttar er bara sætur en verður fyrir dálitlu aðkasti á leikskólanum - þar er einhver ribbaldi sem lemur og hann og ber linnulaust og í hverri viku sér á barninu mínu. Á maður að sætta sig við það? Á hann bara að harðna við þetta eller hvað???? Pabbinn er orðinn langþreyttur á þessu og vill að drengurinn verði færður um deild. Óttar er á kynskiptum leikskóla eða í að minnsta er hans deild bara með strákum. Kannski væri æskilegra að drengur sem elst upp í fjagra drengja hópi sé á deild þar sem bæði eru stelpuhópar og strákahópar?? Svei mér þá veit ekkert í minn haus í þessum málum. Leikskólakennarar og aðrir fræðingar mega gjarna segja hvað best sé í stöðunni.
Veturliði Kópavogsbúi með meiru er mættu hér á svæðið og nú hafin mikil skemmtidagskrá honum til heiðurs.
Fórum í IKEA í gær og keyptum punt í herbergi Jóa og ljós á baðið. Var það hið mesta þrekvirki að festa upp ljósin að bóndinn var bæði farinn í baki og geði á þessu öllu. En nú má sjá hvern einasta fílapensil undir afbragsgóðri lýsingu eiginmannsins........... og mér fannst ég alltaf líta svo ansi vel út í gamla ljósinu..... den tid den sorg....
Jæja brauðvélin tístir og best að skella í bollur handa prinsunum.
Guð blessi páskana.
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
2 Comments:
Mér finnst nú ekki hætgt að einhver ormur lúskri á prinsinum Óttari Páli á degi hverjum. Hvað eru þessar fóstrulufsur að hugsa? Hafa þær ekki nóg kaup? ... Það er engin lausn að færa hann um deild, það þarf að taka þennan ljóta Láka og lemja hann... eða amk leggja honum lífsreglunar svo hann haldi ekki útí lífið og skólakerfið með ofbeldishneigð sína óbeislaða. Á hann enga foreldra? Þetta er barasta orðið lögreglumál eins og Einar Bárðar segir.
Sammála Steinunni, - það hefur enginn gott af ofbeldi hvorki gerandi né þolandi og ég myndi skikka "leikskólakennarana" til að uppræta þetta og þeir eiga að búa til áætlun um hverig eigi að taka á svona málum í framtíðinni, - því það eru allsstaðar til svona "Lákar". knús
GUNNA
Skrifa ummæli
<< Home