Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

laugardagur, apríl 15, 2006

Enn eru páskar og einhvern veginn ekkert að gerast finnst mér..............mér satt best að segja leiðist.... mér finnst enginn koma og Hannes vera sí og æ að taka til í bílskúrnum eða horfa á TOTTENHAM spila fótbolta. Var samt með smá boð í gær, Halli og Inga komu og átum við góðan mat og spiluðum við krakkana fram eftir kvöldi og var gríðarlega mikil stemmning. Mikið hlegið.
Fór í Bónus og nýja bakaríið á Völlunum og svei mér þá ef brauðið var bara ekki bara gamalt í bakaríinu sjálfu - og það sem meira var starfsstúlkurnar ansi geðillar og þreytulegar- hafa sannilega teið út þjáningar krists í gær og eru alveg búnar á því í dag.
Högni minn hefur verið eitthvað lítill í sér - hann fékk helluroða eða ofnæmisútbrot í gær og fórum við á læknavaktina sem er svo sem ekki í frásögu færandi, nema að eitthvað lágu herlegheitin á lækninum skakkt því hann var bara að færa til gullmolann meðan hann fræddi mig um ofnæmisviðbrögð barna.... um tíma var ég að hugsa um að bjóða fram að stoð mína en fannst það ekki við hæfi þar sem bóndinn var með mér og svona. En Högni hefur tekið gleði sína að nýju og er nú sofandi blessaður prinsinn.
Jóhann er með Yatsy-æði og gengur á eftir manni með teninga um allt hús.....
Aðalsteinn að lesa Harry Potter og er óhætt að segja að það er öruggt mál að krónprinsinn þjásit ekki af einbeitingarskorti því það verður að margkalla í hann og ýta við honum til að ná sambandi við hann.
Óttar hinn fallegi er bara duglegur og alltaf illt í maganum þegar eitthvað hollt er á borðum en kvalinn af hungri þegar snúðar og kex er í boðinu.
Hannes er haldinn tiltektaræði sem hentar engum nema honum og ég er almennt geðill og leiðinleg........... kannski er það þess vegna sem enginn kemur. En á morgun er von á mömmu í mat - brunch hjá Gústunni minni á mánudaginn og það bjargar nú alveg páskunum svei mér þá.
Jæja TOTTENHAM hafði sigur úr bítum svo það er best að fara að fagna með bóndanum - skella sér svo í keilu með sonunum eða eitthvað skemmtilegt.
Guð veri með mér sjálfri!!!!!!!!!!!!

5 Comments:

Blogger GUNNA said...

Mér leiðist líka, minn kall er líka í bílskúrnum...það er einmitt það sem þarf mest að gera fyrir fermingu frumburðarins að setja í loftin í bílskúrnum....
knús
GUNNA

16. apríl 2006 kl. 12:30  
Blogger Silja said...

Aldrei hefði ég trúað að ykkur systrum gæti leiðst. Ég þarf greinilega að fara drífa mig í heimsókn til ykkar með Júlíönu og skemmta ykkur eitthvað. Já ekki leiðist manni að horfa á hana :)

5. maí 2006 kl. 17:49  
Blogger tandyfrie7228929393 said...

Get any Desired College Degree, In less then 2 weeks.

Call this number now 24 hours a day 7 days a week (413) 208-3069

Get these Degrees NOW!!!

"BA", "BSc", "MA", "MSc", "MBA", "PHD",

Get everything within 2 weeks.
100% verifiable, this is a real deal

Act now you owe it to your future.

(413) 208-3069 call now 24 hours a day, 7 days a week.

16. maí 2006 kl. 22:28  
Blogger Silja said...

Þú og tandyfrie alltaf like this :)
Annars alltaf páskar hjá þér????

2. júní 2006 kl. 12:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Hva á ekkert að fara að blogga?

8. júní 2006 kl. 13:46  

Skrifa ummæli

<< Home