Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

laugardagur, apríl 15, 2006

Enn eru páskar og einhvern veginn ekkert að gerast finnst mér..............mér satt best að segja leiðist.... mér finnst enginn koma og Hannes vera sí og æ að taka til í bílskúrnum eða horfa á TOTTENHAM spila fótbolta. Var samt með smá boð í gær, Halli og Inga komu og átum við góðan mat og spiluðum við krakkana fram eftir kvöldi og var gríðarlega mikil stemmning. Mikið hlegið.
Fór í Bónus og nýja bakaríið á Völlunum og svei mér þá ef brauðið var bara ekki bara gamalt í bakaríinu sjálfu - og það sem meira var starfsstúlkurnar ansi geðillar og þreytulegar- hafa sannilega teið út þjáningar krists í gær og eru alveg búnar á því í dag.
Högni minn hefur verið eitthvað lítill í sér - hann fékk helluroða eða ofnæmisútbrot í gær og fórum við á læknavaktina sem er svo sem ekki í frásögu færandi, nema að eitthvað lágu herlegheitin á lækninum skakkt því hann var bara að færa til gullmolann meðan hann fræddi mig um ofnæmisviðbrögð barna.... um tíma var ég að hugsa um að bjóða fram að stoð mína en fannst það ekki við hæfi þar sem bóndinn var með mér og svona. En Högni hefur tekið gleði sína að nýju og er nú sofandi blessaður prinsinn.
Jóhann er með Yatsy-æði og gengur á eftir manni með teninga um allt hús.....
Aðalsteinn að lesa Harry Potter og er óhætt að segja að það er öruggt mál að krónprinsinn þjásit ekki af einbeitingarskorti því það verður að margkalla í hann og ýta við honum til að ná sambandi við hann.
Óttar hinn fallegi er bara duglegur og alltaf illt í maganum þegar eitthvað hollt er á borðum en kvalinn af hungri þegar snúðar og kex er í boðinu.
Hannes er haldinn tiltektaræði sem hentar engum nema honum og ég er almennt geðill og leiðinleg........... kannski er það þess vegna sem enginn kemur. En á morgun er von á mömmu í mat - brunch hjá Gústunni minni á mánudaginn og það bjargar nú alveg páskunum svei mér þá.
Jæja TOTTENHAM hafði sigur úr bítum svo það er best að fara að fagna með bóndanum - skella sér svo í keilu með sonunum eða eitthvað skemmtilegt.
Guð veri með mér sjálfri!!!!!!!!!!!!

mánudagur, apríl 10, 2006

Þá er komið langþráð páskafrí með tilheyrandi veisluhöldum og skemmtunum. Páskarnir eru nú alltaf svolítið notarlegir, það er ekki eins mikið stress og fyrir jólin og ekki eins miklar kvaðir á manni - sem maður reyndar setur á sig sjálfur. Synirnir sem eru á skólaaldri tóku daginn snemma enda hafi móðirin fjárfest í cocopoppsi í tilefni af páskafríinu og menn voru ansi hræddir um að verða afétnir, svo uppúr kl. 7 mátti heyra hér til fótaferða. Litlu prinsarnir eru á sínum hælum eins og pabbi segir og bara lukkulegir með sig, þó Högni hafi um hríð gerst pólitískur flóttamaður og stungið mig af.
Óttar er bara sætur en verður fyrir dálitlu aðkasti á leikskólanum - þar er einhver ribbaldi sem lemur og hann og ber linnulaust og í hverri viku sér á barninu mínu. Á maður að sætta sig við það? Á hann bara að harðna við þetta eller hvað???? Pabbinn er orðinn langþreyttur á þessu og vill að drengurinn verði færður um deild. Óttar er á kynskiptum leikskóla eða í að minnsta er hans deild bara með strákum. Kannski væri æskilegra að drengur sem elst upp í fjagra drengja hópi sé á deild þar sem bæði eru stelpuhópar og strákahópar?? Svei mér þá veit ekkert í minn haus í þessum málum. Leikskólakennarar og aðrir fræðingar mega gjarna segja hvað best sé í stöðunni.
Veturliði Kópavogsbúi með meiru er mættu hér á svæðið og nú hafin mikil skemmtidagskrá honum til heiðurs.
Fórum í IKEA í gær og keyptum punt í herbergi Jóa og ljós á baðið. Var það hið mesta þrekvirki að festa upp ljósin að bóndinn var bæði farinn í baki og geði á þessu öllu. En nú má sjá hvern einasta fílapensil undir afbragsgóðri lýsingu eiginmannsins........... og mér fannst ég alltaf líta svo ansi vel út í gamla ljósinu..... den tid den sorg....
Jæja brauðvélin tístir og best að skella í bollur handa prinsunum.
Guð blessi páskana.

laugardagur, apríl 01, 2006

Guð minngóður hvernig eyðir maður út commentum???? Bara einhverjir nafnlausir útlendingar að senda einhvern óþverra á síðuna manns..........
Í dag er laugardagur til lukku eller hvad............. Hannes bóndi er á heita spáni að spila golf og ég og synirnir höfum það notarlegt í kuldanum á meðan. Sá í fyrsta sinn Idol á stöð 2 í gær og dísus kræst..... þarf bubbi ekki að fara í málfarsráðgjöf...... voðalega var hann eitthvað leiðinlegur og honum tókst engan veginn að vera eins djúpur og hann hélt að hann væri..........Sigga fannst mér bara eins og ég átti von á að hún væri, Einar var fyndinn en Pall Óskar lang flottastur og líka sá eini sem færði rök fyrir máli sínu. Ég hélt með Ínu, fannst þessi Snorri vera eftirlíking af taktlausum Stebba Hilmars, freðýsa dauðans og algjöralega laus við alla útgeislun, svo er Ína sjermerandi fyrir svo utan það að hún syngur ljómandi vel..... sonunum fannst þetta ægilega gaman og ákvaðu að gista hjá Ingulín. Mér skilst á systur minni að Jóhann minn hafi svo vaknað 6:30 og lét ekki lasut né fast fyrr en allir voru komnir framúr kl 8 takk fyrir........... ekki amlegt að eiga svona morgunhana.....
Högni minn er eitthvað slappur og hefur nú sofið á fjóra klukkustund. Óttar minn Páll er yndislegur, búinn að leika sér í allan dag og eta allt sem tönn á festir sem inniheldur meiri sykur en hollustu.... plan dagsins er óráðið en ég býst við að halda kyrru fyrir heima, passa kannski bara fyrir Gunnu syst eða geri eitthvert annað góðverk.
Hafði reyndar hugasð mér að fara innan um fólk og hafði mikið fyrir því að slétta á mér hárið, meika og mála, að ég tali nú ekki um troða mér í sokkabuxur dauðans, men fáir njóta þess nema við Óttar..... ætli ég taki ekki af mér skartið áður en ég hengi mig í eigin glingri....
Á mánudaginn afhendi ég Stekkjarhvamminn minn og þá er ég endanlega gengin í klaustrið. Hannes bóndi kemur á miðvikudaginn, ferming á Akureyri á laugardaginn sem ég veit ekki hvort við föru í, ein vinnuvika eftir og svo páskafrí með tilheyrandi áti og afslöppun........ svo er bara skólaárið að verða búið... áður en maður veit af er bara komið sumar og þá verður hún gaman gumar........... nóg ritað að sinni...
Guð blessi idol stjörnuna