Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ja, það á ekki af Högna mínum að ganga..... hann er barasta með lungabólgu frekar en ekkert..... Jóhann heima líka svei mér þá ef það er ekki vegna hálsrígs..... en það greip um sig mikil panik hér í morgun þegar drengurinn kvartaði undan verkjum utan og aftan á hálsi..... en við erum búin að vera í stöðugu sambandi við læknavaktina og það bendir nú ekki til neins annars en hann sé fullfrískur þó einhverjar kommur mælist með eyrnamæli..... auðvitað á bara að rassamæla fólk og ekkert múður en það finnst meyjunni ekki sæmandi. Hér eru því tveir veikir busar og ein mamma með kofaveiki - nokkuð ljóst að bóndinn Hannes verður heima með sonunum ungu á morgun.
Mikið lifandi skelfing er það gleðilegt að það skuli vera til fólk sem vill þrífa fyrir aðra gegn gjaldi. Nú rétt í þessu voru að fara frá mér dásamlegar konur og hér ilmar allt af hreinlæti - hreinn unaður og það sem meira er.... þær ætla að þrífa misskilninginn sem fyrri eigandi Klausturhvammsins skyldi eftir í næstu viku. Get bara ekki á heilli mér tekið af hamingju.
Framundan er afmælishald fyrir Högna fyrir hádegið á laugardaginn takk fyrir og svo er það Örkin hjá okkur hjónum í fertugsafmæli Kjörískarlsins um kvöldið. En þjófar þessa lands látið ekki blekkjast hér verða tengdó að sjá um börn og buru á meðan- hef nefnilega frétt það að þjófar fiska upp hvar fólk er ekki heima á bloggsíðum og gera svo góðan bisness..... nei en ekki hjá mér hehehhehhe... svo er það opið hús á sunnudaginn og þá vona ég að hinn eini og sanni kaupandi komi með fullt rassgat af seðlum.....
Guð blessi Kjörís

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home