Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hvem husker Pamella fra Dallas? Mér er spurn?? Einhverju sinni þegar nemendur Gaggans á Akureyri áttu að búa til slagorð til að auka umferðaröryggi á höfuðstað Norðurlands ákvaðum við vinkonurnar að búa til spjald með eftirfarandi spakmæli: Af hverju er Pamella í Dallas með svona mjótt mitti? Hún notar bílbeltin. Með þetta þrömmuðum við um allan bæinnog fengum mikla athygli þó svo að spjaldið með Lengur lifi græni kallinn hafi nú samt toppað þetta. Já, menn voru svo frumlegir hér áður fyrr.
Í dag er sonurinn Högni veikur 4. daginn í röð með háan hita hor og hósta enda allur í H-inu. Hann var því ekki borbrattur í gær á sjálfan afmælisdaginn sinn en það var happ okkar foreldranna að hann hafði bara ekki hugmynd um að þessi merkisdagur væri. Bræður hans eru þó yfir sig hneykslaðir á framferði foreldranna men það verður að hafa það. Afmælisveislu fær prinsinn þegar mamman og pabbinn eru búin að sinna sínu í samkvæmislífinu í þessum mánuði. Ég er heima eftir hádegið í dag og ætli ég reyni ekki að baka eitthvað í helv. frystinn. Nú svo er maður alltaf að vona að einhver komi nú að kaupi af mér kofann. Er orðin leið á þessari óvissu allri - en geri mér þó grein fyrri því að það selst ekkert fyrr hvernig sem ég stressast upp - ætla því að vera skynsemin uppmáluð.
En það verð ég nú samt að segja að fasteignasalar eru undarlegt fólk og bara býsna frjálslegir þegar verið er að ræða lífsviðurværi manns - en það er önnur saga.
Guð blessi íbúðalánasjóð!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home