Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, febrúar 27, 2006

Þá er maður kominn í vetrarleyfi - sit alein í húsinu mínu sem ekki er enn selt og reyni að grípa hvert rykkorn sem felllur áður en það sest. Verð að segja að þetta er afar þreytandi starf og því væri best að vera bara í vinnunni með tilheyrandi agamálum og uppfræðslu. Hannes bóndi er á erlendri grundu eins og þykir svo flott að segja - í draumalandinu Dk að kynna sér póstmál á Jótlandi og nærliggjandi eyjum - vonandi ekki þeim þar sem dauðir svanir finnast!!!
Er að undirbúa mig andlega undir að hitta fasteignasalann sem mér finnst ekki hafa unnið vinnuna sína, er komin í afar fleyginn bol, er að hengja sjálfa mig í einhverju hálsmeni sem er í tísku, er með lostafullan varalit og gljáfægðum nýjum kúrekastígvélum sem reyndar eru löngu dottin úr tísku enda keypt á prúttmarkaði fyrir utan apótekið þegar Högni var með lugnabólguna. En skítt með það - þetta hlýtur að vera að fara að ganga með húsasöluna.
Í mínum leyndustu draumum langar mig að mála baðherbergið á neðri hæðinni í nýja húsinu meðan Hannes er í burtu, kaupa þangað nýja innréttingu og sýna hvað í mér býr annað er bollubakstur, ryksugun og bleyjubýttingar...... men hvem ved hvad jeg kan göre...... það kemur í ljós fer kannski eftir andlegu ástandi eftir að hafa hitt fasteignasalann.... sem nóta bene er líka íþróttafræðingur. enda alveg nauðsynlegt í þesum bransa.... maður gæti þurft á halda allsherjar æfingaplan eftir þessi ósköp.
Fékk mér pepsí max í morgunmat - enda í vetrarleyfi og enginn til að skipta sér af mér............. um að gera að njóta lífsins...... hvað er betra en pepsí max á fastandi maga????
Guð blessi gosframleiðendur þessa landa!!!!!!!!!!!!!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ljóst að þú getur gert allt sem þú vilt, margsannað mál. Ath nokkrir tenglar hjá ættingjum virka ekki... Til lukku með söluna, nú fara hjólin að snúast. Steinunn I

28. febrúar 2006 kl. 12:27  
Blogger thuridur said...

jú jú þeir virka bara einhver klaufaskapur í þér.... annars er Silja komin með nýtt en ég veit ekki hver slóðin er.... silja senda mér hana sem fyrst...
Þura

28. febrúar 2006 kl. 19:56  
Blogger Silja said...

heyrðu ég setti hana inn í commnet hérna hjá þér um daginn. http://www.blog.central.is/siljast
Ertu sem sagt búin að selja???

3. mars 2006 kl. 15:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Búin að selja??! Til hamingju. Mátt gefa mér góð ráð gegn óþolinmæði þegar ekkert gengur að selja íbúðina sína...

blog.central.is/thordisst

8. mars 2006 kl. 13:44  

Skrifa ummæli

<< Home