Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, febrúar 27, 2006

Þá er maður kominn í vetrarleyfi - sit alein í húsinu mínu sem ekki er enn selt og reyni að grípa hvert rykkorn sem felllur áður en það sest. Verð að segja að þetta er afar þreytandi starf og því væri best að vera bara í vinnunni með tilheyrandi agamálum og uppfræðslu. Hannes bóndi er á erlendri grundu eins og þykir svo flott að segja - í draumalandinu Dk að kynna sér póstmál á Jótlandi og nærliggjandi eyjum - vonandi ekki þeim þar sem dauðir svanir finnast!!!
Er að undirbúa mig andlega undir að hitta fasteignasalann sem mér finnst ekki hafa unnið vinnuna sína, er komin í afar fleyginn bol, er að hengja sjálfa mig í einhverju hálsmeni sem er í tísku, er með lostafullan varalit og gljáfægðum nýjum kúrekastígvélum sem reyndar eru löngu dottin úr tísku enda keypt á prúttmarkaði fyrir utan apótekið þegar Högni var með lugnabólguna. En skítt með það - þetta hlýtur að vera að fara að ganga með húsasöluna.
Í mínum leyndustu draumum langar mig að mála baðherbergið á neðri hæðinni í nýja húsinu meðan Hannes er í burtu, kaupa þangað nýja innréttingu og sýna hvað í mér býr annað er bollubakstur, ryksugun og bleyjubýttingar...... men hvem ved hvad jeg kan göre...... það kemur í ljós fer kannski eftir andlegu ástandi eftir að hafa hitt fasteignasalann.... sem nóta bene er líka íþróttafræðingur. enda alveg nauðsynlegt í þesum bransa.... maður gæti þurft á halda allsherjar æfingaplan eftir þessi ósköp.
Fékk mér pepsí max í morgunmat - enda í vetrarleyfi og enginn til að skipta sér af mér............. um að gera að njóta lífsins...... hvað er betra en pepsí max á fastandi maga????
Guð blessi gosframleiðendur þessa landa!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ja, það á ekki af Högna mínum að ganga..... hann er barasta með lungabólgu frekar en ekkert..... Jóhann heima líka svei mér þá ef það er ekki vegna hálsrígs..... en það greip um sig mikil panik hér í morgun þegar drengurinn kvartaði undan verkjum utan og aftan á hálsi..... en við erum búin að vera í stöðugu sambandi við læknavaktina og það bendir nú ekki til neins annars en hann sé fullfrískur þó einhverjar kommur mælist með eyrnamæli..... auðvitað á bara að rassamæla fólk og ekkert múður en það finnst meyjunni ekki sæmandi. Hér eru því tveir veikir busar og ein mamma með kofaveiki - nokkuð ljóst að bóndinn Hannes verður heima með sonunum ungu á morgun.
Mikið lifandi skelfing er það gleðilegt að það skuli vera til fólk sem vill þrífa fyrir aðra gegn gjaldi. Nú rétt í þessu voru að fara frá mér dásamlegar konur og hér ilmar allt af hreinlæti - hreinn unaður og það sem meira er.... þær ætla að þrífa misskilninginn sem fyrri eigandi Klausturhvammsins skyldi eftir í næstu viku. Get bara ekki á heilli mér tekið af hamingju.
Framundan er afmælishald fyrir Högna fyrir hádegið á laugardaginn takk fyrir og svo er það Örkin hjá okkur hjónum í fertugsafmæli Kjörískarlsins um kvöldið. En þjófar þessa lands látið ekki blekkjast hér verða tengdó að sjá um börn og buru á meðan- hef nefnilega frétt það að þjófar fiska upp hvar fólk er ekki heima á bloggsíðum og gera svo góðan bisness..... nei en ekki hjá mér hehehhehhe... svo er það opið hús á sunnudaginn og þá vona ég að hinn eini og sanni kaupandi komi með fullt rassgat af seðlum.....
Guð blessi Kjörís

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hvem husker Pamella fra Dallas? Mér er spurn?? Einhverju sinni þegar nemendur Gaggans á Akureyri áttu að búa til slagorð til að auka umferðaröryggi á höfuðstað Norðurlands ákvaðum við vinkonurnar að búa til spjald með eftirfarandi spakmæli: Af hverju er Pamella í Dallas með svona mjótt mitti? Hún notar bílbeltin. Með þetta þrömmuðum við um allan bæinnog fengum mikla athygli þó svo að spjaldið með Lengur lifi græni kallinn hafi nú samt toppað þetta. Já, menn voru svo frumlegir hér áður fyrr.
Í dag er sonurinn Högni veikur 4. daginn í röð með háan hita hor og hósta enda allur í H-inu. Hann var því ekki borbrattur í gær á sjálfan afmælisdaginn sinn en það var happ okkar foreldranna að hann hafði bara ekki hugmynd um að þessi merkisdagur væri. Bræður hans eru þó yfir sig hneykslaðir á framferði foreldranna men það verður að hafa það. Afmælisveislu fær prinsinn þegar mamman og pabbinn eru búin að sinna sínu í samkvæmislífinu í þessum mánuði. Ég er heima eftir hádegið í dag og ætli ég reyni ekki að baka eitthvað í helv. frystinn. Nú svo er maður alltaf að vona að einhver komi nú að kaupi af mér kofann. Er orðin leið á þessari óvissu allri - en geri mér þó grein fyrri því að það selst ekkert fyrr hvernig sem ég stressast upp - ætla því að vera skynsemin uppmáluð.
En það verð ég nú samt að segja að fasteignasalar eru undarlegt fólk og bara býsna frjálslegir þegar verið er að ræða lífsviðurværi manns - en það er önnur saga.
Guð blessi íbúðalánasjóð!!!!

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Ég vildi ég væri Pamela í Dallas............