Hvað er að gerast????
Maður bloggar bara ekki neitt - samt fáránlegt að hefja öll þessi fáu blogg manns á afsökunum afhverju það líði svona langt á milli blogga og bla bla bla jólakaka.
Árið fór bara vel af stað, við fengum húsið okkar nýja afhent með tilheyrandi sykurmolum og seríóshringjum. Já, eigiandinn sagði að þetta væri nú einhver misskilningur hjá mér hann hefði nú þrifið allt innan sem utan - þessir títtræddu seríoshringir og sykurmolar væru nú bara misskilningur. Hvað á maðurinn við hvernig geta seríoshringir og sykurmolar verið misskilningur? Ertu þetta ekki bara fæðutegundir sem hann gleymdi að losa sig við.... meiri tuddinn. Svo þreif hann baðherbergið með klósettpappír.... svo klósettpappírs-tuggurnar festust í tannkremsleifunum... meget lekkert eins og danskurinn segir.
Hannes bóndi minn og ektamaður til margra ára hefur staðið sig vel í málningarvinnu og smíðavinnu margs konar. Frúin hefur fært honum smurt brauð og bakkelsi upp á hvurn dag svo hann svelti nú ekki heilu hungri maðurinn.
Það gengur ekki alveg eins vel að selja. Sölumaðurinn sagði við mig að ljósaskilti í gluggann myndi svínvirka og við værum alveg þau fyrstu á landinu til að taka þátt í því framsækna verkefni. Ég lét hann tala mig inn á að hafa þetta eins og hvert annað stofuprýði í herbergisglugganum og er það sem við manninn mælt - enginn hfeur svo mikið sem spurt eftir þessu húsi með ljósaskiltinu!!! Hugsanlega er það vegna þess að myndirnar sem fasteignasalinn tók eru allar af vísifingri hans og svo eitthvað úr hverju herbergi úr húsi okkar - einhvern veginn ekki að gera sig. Ég lagði svo inn kvörtun - fannst eins og það sægist ekkert af íbúðinni á myndunum og það hlyti að vera þess vegna sem húsið seldist ekki. Í dag kom svo pró-ljósmyndari með alls kyns linsur og flöss og myndaði húsið í gríð og erg. Ég tók mér frí frá kóræfinu í gær til að taka til og frí frá vinnu í dag til að renna létt yfir áður en þetta yrði fest allt á filmu. Mætti svo ekki þessi stórmyndarlegi ljósmyndari (enda ekkert nema sjálfsagt að sá sem myndar sé myndarlegur!!!!) sem myndaði allt hátt og lágt meðan ég hljóp á milli herbergja, lagaði rúmteppi, færði til bleyjupakka, þurrkaði burt tannkremsklessur (þó ekki með wc-pappír), kveikti og slökkti jós og lampa og hagræddi svo best kæmi út á mynd. Afraksturinn verður svo heimsbyggðinni sýnilegur á netinu, vonandi seinnipartinn í dag.
Guð blessi blessaða fasteignasalana!!
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki