Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

laugardagur, desember 17, 2005

Einhvern veginn hefur nóvember flogið út í veður og vind og áður en maður fær við litið er kominn desember - mánuður jólanna - hátíðar ljóss og friðar - fjölskyldu og frændrækni!
Mér finnst reyndar það sem á daga mín dregur eitthvað svo hversdagslegt og ekki þess virði að færa það í prent. Maður vinnur sína vinnu upplifir þar sigur og tap á vígsl eins og gengur og gerist. Skutlar og sækir á æfingar, eldar mat og þværþvott, sefur og vakir. Synirnir halda áfram að þroksast og dafna og eru alltaf það dýrmætasta sem maður á hvort sem það er desember eða nóvember. Ég hef reyndar staðið mig vel í jólagjafainnkaupum þó ég eigi nú synina alla eftir og jólakortin bíða eftir því að ég skirfi eitthvert bull á þau. Við höfum staðið nokkuð vel i bakstri, höfum bæði bakað heima og verið með hjemmebragt eins og danskurinn segir og svei mér þá ef kókostopparnir sænku eru bara ekki alveg að gera sig. Laufabrauðið er komið í hús, norðlenskt og gott, séríur út um allt hús meira segja svo margar að þær eru farnar að slá út rafmagninu og þá varð nú einum syninum að orði... er allt rafmagnið búið af húsinu..... þetta minnti reyndar á gamla góða tíma á bernksuárum mínum á Akureyri þegar það var hluti jólanna ef rafmagnið fór af á aðfangadag og maður var hálfkrullaður öðru megin. Rétt eins og þá var vasaljósið niðri í skúffu og varð mikið fát og fum að leita af því... en bóndinn fundvísi reddaði þessu og útiseríurnar eru dimmar sem dauðinn. Ætli ég kaupi ekki bara nýjar í BYKO á 50% afslætti enda fólk löngu búið að fá leið á jólaskrauti....
Jæja einhver óþekkt steik er tilbúin í ofninum og best að fara að gefa á garðann, stefni að því að búa til sænskt jólaglögg í kvöld og skrifa á jólakortin.
Í guðs friði
ps. vantar heimilisfangið hjá Ásgrími og Lindu!

1 Comments:

Blogger GUNNA said...

Var á bloggrölti, - gaman að lesa bloggið, greinilega orðin útivinnandi með hjemmebragt og det hele....
knús
GUNNA

3. janúar 2006 kl. 10:59  

Skrifa ummæli

<< Home