Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, október 17, 2005

Komið fram yfir miðjan október og maður hefur ekki staðið sig í stykkinu hvað varðar blogg. Enn eitt samviskubitið sem maður getur bætt við sig í þessu lífi... hef ekkert bloggað í þessum mánuði verð að gefa mér tíma til að rísa úr rekkju milli hóstakasta og horsnýtinga og pikka inn að ég sé enn á lífi... og viti menn það er einmitt það sem ég er að gera. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og skáldið sagði svo léttilega eitt sinn.Fór til Barcelóna í kórferðalag, söng og trallaði með kallinum mínum sæta, fór í moll og arrenseraði flestum jólagjöfunum, sko mína....
Frumburðurinn varð 11 ára í gær, svo fallegur og góður. Ættingar komu í brunch og svo mættuhér 17 galvaskir drengir fyrir utan mína eigin í pizzuát, vídeógláp og tilheyrandi viðrekstur. Allt gekk þetta afar vel og prinsinn sagði þetta besta dag ársins, en hann byggist þó við því að jólin kæmu sterk inn.....
nú er Jói minn með vin hjá sér og eru þeir svagnir, og þar sem mamman er veik heima ætlar hún að gefa þessum elskum eitthvað í gogginn...
guð blessi pizzurnar...