Þetta er náttúrlega engin frammistaða hjá manni, enda loksin orðinn launþegi. Nóg að gera í vinnunni og mér líst afar vel áþað allt saman. Finnst ég bara vera doldið flott á hælunum og draktinni, sitjandi fundi á fundi ofan, svarandi síma og skipuleggjandi útí eitt.
Fór í dásamlegt brúðkaup (eins og flestum lesendum mínum er kunnungt) um síðustu helgi og skemmti mér konunglega (sem ég held að lesendum mínum sé lika kunnugt!!!!!). Brúðurin var dæmlaust falleg og fín, maturinn góður, skemmtilegar ræður og allt bara til sóma. Mágur minn sagði meira að segja að hann hefði ekki skemmst sér svona vel í brúðkaupi síðan í sínu eigin og það hljota að vera meðmæli!!!
Það var bara svo gaman að hitta allt þetta fólk sem maður hittir svo allt of sjaldan.
Annars eru miklar annir hér á bæ, skóli og æfingar af ýmsum toga raska ró heimilisins seinni partinn og svo er frúin á eilífu flandri, ef það er ekki kór þá er það saumaklúbbur (er í þremur), ef það er ekki saumaklúbbur þá er það litunarklúbbur og ef það er ekki litunarklúbbur þá er það foreldrafundu og svo videre..... en þetta er nú bara tímabil sem maður fer í gegnum og því reynir maður bara að hafa gaman af..
Jæja grjónin í grautinn sjóða og því vert að skella mjólkinni út í sem fyrst... búrítos í matinn fyrir matvanda....
guð blessi saumaklúbbana
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
2 Comments:
......kæra framakona á háum hælum, gangi þér vel Þura mín, - mundu bara að forgangsraða rétt, - fjölskyldan nr 1 svo vinnan, við vinnum til að lifa en lifum ekki fyrir að vinna,,,GUNNA
Takk fyrir seinast - ógó gaman.
Frétti útundan mér að verið væri að skipuleggja frænkuboð. Hljómar vel - mun ekki vera minna stuð þar en í brúðkaupinu.
Kveðja Bergþóra fræ
Skrifa ummæli
<< Home