Nú á að taka það með trompi.... strax komin með 2 færslur í ágúst. Það rættist heldur betur úr sölu bræðra og höfðu þeir á annað þúsund upp úr krafsinu, gott hjá þeim.
Högni fór út á róló með bræðrum sínum í morgun og át þar 3 kg af sandi (Andrés fær nóg) og hafði meyjan Jóhann ekki undan að dusta af honum og á endanum gafst Aðalteinn upp og tilkynnti mikið sandát en þar sem móðirin veit það að á misjöfnu þrífast börnin best lét hún sér fátt um finnast. Það voru því sætir og söndugir drengir sem komu inn í samlokuát í hádeginu. Óttar minn Páll er farinn á hafnarfjarðarróló að ramba eins og sönnum gaflara sæmir. Spurning hvort ég skelli mér á útsölu og reyni að finna mér sófasett þar sem ég hef verið án slíkra mubla undanfarinn mánuð og það sem meira er.... sakna þess ekkert að hafa ekki sófasett. Finnst bara gaman að hafa stóra borðstofu.... en auðvitað verður maður að fá sér sett áður en næsta afmælishrina hefst hér á bæ. Kannski ég skelli Högnaskottinu bara í vagninn og biðji bræður að bassa hann og skveri mér í sving um húsgagnabúðir borgarinnar.....
Fékk mér ljúffengt brokkólísalat með beikonbitum, púrru,paprikku og kotasælu í hádeginu og var það bara ljúft svei mér þá....
guð blessi uppskeru þessa lands....
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home