Þetta er engin frammistaða... tvær færslur í júlí.... nær ekki nokkurri átt.
Annars er svo sem lítið tíðinda hér á bæ. Nú lifið gegnur sinn vanagang eins og venja er. Synir allir með tölu enn í sumarfrí og því litið um sumarfrí hjá móðurinni sem stendur í stanslaustum drekkutímum og vinaskutli fram og tilbage.... Óttar blessaður fer nú á róló eftir hádegið og er það voða gott fyrir alla aðila hér á bæ.
Nú er tveir elstu synirnir að selja nágrönnum okkar grænmeti sem þeir hafa ræktað með sínum eigin puttum og virðist salan ekki ganga sem skyldi þar sem einn úr götunni var fljótari til og náði að selja öllum úr okkar raðhúsi, men den tid den sorg, eitthvað kemur í kassann hjá þeim bræðrum og það er vel. Skilst að fram fari söfnun fyrir sing star græjum.... á ýmislegt á sig lagt.
Högni göngugarpur með meiru og sjálfstæðimaður er farin að borða sjálfur og er engu tauti við hann komandi hvað það varðar, maður er því með moppuna á lofti eftir hvern matartíma hjá þeim gaur.
Svo er það bara vinnan hjá mér á mánudaginn. 'Eg hlakka ægilega til að fara aðeins út af heimilinu en ég kvíði því líka að vera svona fjarri öllum og ekki með dagmömmu eða neitt. Mmma ætlar að reyna að redda mér eins og hægt er, því ekki vill nú Hannes minn eyða sínu sumarfríi í það að vera heima með Högna.... það er svo leiðinlegt að hans sögn.... en nóg um það.
Á hlóðum er pottur fullur af hrísgrjónagraut eins og hann gerist bestur.... mun hann ásamt rúsínum og kanelsykri verða hér á borðstólum í kvöld... sennilega sonunum til mikillar gleði og bóndanum til ama.... men den tid den sorg.....
Guð blessi hrísgrjónauppskeruna!
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home