Eitthvað held ég að þetta verði fátæklegt hjá mér í blogginu á næstunni. Ég er hreinlega að drukkna í vinnu. Hef reyndar gaman að þessu og sit hér löngum stundum, langt fram yfir vinnurammann.... men den tid den sorg. Hannes bóndi er náttúrulega í fæðingarorlofi með tilheyrandi þvætti og tiltekt. Hann er ósköp sáttur en ekki er eins mikil regla á hlutunum hvað varðar matar og kaffitíma að mati sonanna. Þeir mun unú brátt hefja sína skólagöngu með bors á vör og sól í hjarta. Óttar minn Páll er kominn á strákadeild og er nú Hjallastefnan allsráðandi í hans lífi. Vonandi að það sé til bóta... ef það er eitthvað hægt að bæta þennan fallega og skemmtileg prins sem er oftast nær betur......
Sófasett var víst keypt í morgun.... frá Akureyri hvorki meira né minna og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Rauðu sófarnir bíða betri tíma....
En ætli sé ekki besst aðhuga að heimferð....
guð blessi húsgagnasala landsins
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
föstudagur, ágúst 12, 2005
Jæja þá er maður farinn að blogga í vinnunni... en það er náttúrulega ekki til eftirbreytni...
er að bíða eins og fín frú eftir að ritarinn ljúki verkefni svo ég geti gengið frá mínum málum... ananrs eru víst tveir yngstu komnir heim í kot og því tilhlökkunarefni að koma heim á eftir. Enn er verið að velta fyrir sér sófasettsmálum.... rauðum sófum eller hvad????
Ætli það endi svo ekki með því að maður fari að hætta þessu bloggrugli fyrir fullt og allt.... full vinna, stórt heimili og fullt fang...
Guð blessi æsku þessa lands!
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Er byrjuð að vinna full time og líkar það bara vel. Drengirnir err hjá mömmu, þessari elsku, í bústaðnum,en tveir elstu komu í gær Þeir voru því einir heima í dag og var bæði osturinn og mjólkin enn á borðinu kl. 16 þegar ég kom heim...... þarf greinilega að kenna þeim þetta aðeins betur. Reyndar er uppskera hjá þeim góð og þeir duglegir að hafa ofan af fyrir sér. Skólagarðar, sund og bókasafn t.d. í dag. Menningarlegt og magnað!!!!!!!!!!!!!
Hef ekki tíma í meira pár....
guð blessi bókasöfna þessa lands...
föstudagur, ágúst 05, 2005
Nú á að taka það með trompi.... strax komin með 2 færslur í ágúst. Það rættist heldur betur úr sölu bræðra og höfðu þeir á annað þúsund upp úr krafsinu, gott hjá þeim.
Högni fór út á róló með bræðrum sínum í morgun og át þar 3 kg af sandi (Andrés fær nóg) og hafði meyjan Jóhann ekki undan að dusta af honum og á endanum gafst Aðalteinn upp og tilkynnti mikið sandát en þar sem móðirin veit það að á misjöfnu þrífast börnin best lét hún sér fátt um finnast. Það voru því sætir og söndugir drengir sem komu inn í samlokuát í hádeginu. Óttar minn Páll er farinn á hafnarfjarðarróló að ramba eins og sönnum gaflara sæmir. Spurning hvort ég skelli mér á útsölu og reyni að finna mér sófasett þar sem ég hef verið án slíkra mubla undanfarinn mánuð og það sem meira er.... sakna þess ekkert að hafa ekki sófasett. Finnst bara gaman að hafa stóra borðstofu.... en auðvitað verður maður að fá sér sett áður en næsta afmælishrina hefst hér á bæ. Kannski ég skelli Högnaskottinu bara í vagninn og biðji bræður að bassa hann og skveri mér í sving um húsgagnabúðir borgarinnar.....
Fékk mér ljúffengt brokkólísalat með beikonbitum, púrru,paprikku og kotasælu í hádeginu og var það bara ljúft svei mér þá....
guð blessi uppskeru þessa lands....
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Þetta er engin frammistaða... tvær færslur í júlí.... nær ekki nokkurri átt.
Annars er svo sem lítið tíðinda hér á bæ. Nú lifið gegnur sinn vanagang eins og venja er. Synir allir með tölu enn í sumarfrí og því litið um sumarfrí hjá móðurinni sem stendur í stanslaustum drekkutímum og vinaskutli fram og tilbage.... Óttar blessaður fer nú á róló eftir hádegið og er það voða gott fyrir alla aðila hér á bæ.
Nú er tveir elstu synirnir að selja nágrönnum okkar grænmeti sem þeir hafa ræktað með sínum eigin puttum og virðist salan ekki ganga sem skyldi þar sem einn úr götunni var fljótari til og náði að selja öllum úr okkar raðhúsi, men den tid den sorg, eitthvað kemur í kassann hjá þeim bræðrum og það er vel. Skilst að fram fari söfnun fyrir sing star græjum.... á ýmislegt á sig lagt.
Högni göngugarpur með meiru og sjálfstæðimaður er farin að borða sjálfur og er engu tauti við hann komandi hvað það varðar, maður er því með moppuna á lofti eftir hvern matartíma hjá þeim gaur.
Svo er það bara vinnan hjá mér á mánudaginn. 'Eg hlakka ægilega til að fara aðeins út af heimilinu en ég kvíði því líka að vera svona fjarri öllum og ekki með dagmömmu eða neitt. Mmma ætlar að reyna að redda mér eins og hægt er, því ekki vill nú Hannes minn eyða sínu sumarfríi í það að vera heima með Högna.... það er svo leiðinlegt að hans sögn.... en nóg um það.
Á hlóðum er pottur fullur af hrísgrjónagraut eins og hann gerist bestur.... mun hann ásamt rúsínum og kanelsykri verða hér á borðstólum í kvöld... sennilega sonunum til mikillar gleði og bóndanum til ama.... men den tid den sorg.....
Guð blessi hrísgrjónauppskeruna!