Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Jæja þá er júlimánuður genginn í garð með tilheyrandi sólarleysi og rigningu!!! Annars er nú ekki hægt að kvarta undan veðri þessa dagana. Er ásamt frænkum mínum og sonum á golfnámskeiði við mikinn fögnuð.
Að öðru leyti er ég að sinna famelíunni allan sólarhringinn enda á ég engan áunninn sumarleyfisdag.... mitt orlof felst í hamingjustundum við að taka úr þvottavélinni, setja jafnvel í hana aftur og svo í þurrkarann sem er nú alveg punkturinn yfir i-ið.... þegar það er orðið þurrt er þá ekki vélin búin með suðuna og sama sagan endurtekur sig.... allan liðlangan daginn. Til að fá skemmtilega tilbreytingu í sumarfríinu sópa ég og skúra og stundum leggst ég á hnén og þvæ hverja tröppu fyrir sig, þá er miklu skemmtilegra að vaða upp á skítugum skóm!!!
Nú svo elda ég að baka eins og mother f........ og uppsker offitu, sykursjokk og óþægð. Milli þessara verkefna keyri ég og skutla sonunum svo þeir geti nú sinnt áhugamálum sínum, svo veiti ég ást og umhyggju endurgjaldslaust þegar þannig ber undir. Sennilega er þetta erfiðasta starf sem ég hef sinnt um ævina, ég er í engu aðildarfélagi, á ekki rétt á sumarleyfi né orlofshúsi, ég fæ engin laun, ég er húsmóðir!!!
Læt hér flakka með eina uppskirft eins og mér einni er lagið....
Guð blessi tebollurnar

250 gr hveiti
100 gr sykur
3 tsk lyftiduft
150 gr smjörlíki
1 egg
1 tsk vanilludropar og 1 tsk kardimommudropar
rúsínur eða súkkulaðibitar eftir smekk hvers og eins
2 dl mjólk
Allt sett í hrærivélarskál og hrært með K-inu, sett með skeiðum á plötu með bökunarpappír, ekki of þétt þær renna dullítið út. Bakað við 180°í ca 15-20 mín. Deigið má líka setja í muffuform.
Á mínu heimili dugar ekkert minna en tvöföld uppskrift...
Verði ykkur að góðu.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku frænka, þú ert svo dugleg, ég dáist að þér. Með kveðju,Hildigunnur litla frænka.

7. júlí 2005 kl. 14:43  
Blogger GUNNA said...

Kæra systir, ég dauðöfunda þig af starfinu , - þó þakklætið sé lítið, launin engin og fríið ekkert.... viltu skipta ??

GUNNA SYST

7. júlí 2005 kl. 17:51  

Skrifa ummæli

<< Home