Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, júní 29, 2005

Góður dagur í dag....
Byrjaði á því að fara í leikfimi dauðans og djölfast þar eins og ég ætti lífið að leysa, þá var það sund með ás, tvisti og fjarka sem fékk ermakúta og vildi ekki móður sína eftir það....
nú svo er það sækja,skutla gefa að eta háeff.... Jóhann í körfuna og Aðalsteinn er farinn á dorgveiðikeppni en þurfti að koma við í sundlauginni þar sem hann að sjálfsögðu gleymdi bæði sundskýlunni og húslyklinum!!!!!!
Nú karluglan kom heim og skipti um bíl við mig og Högninn er kominn út í vagn svo ég sá mína sæng uppreidda og setti í kringludeig í vélina og er nú með tebollur í ofninum sem, þó ég segi sjálf frá, slá alveg Jóa Fél út jafnvel þó ég sé á hlýrabolum.....
Fyrirhuguð er útilega systra um helgina þar sem Gunna útileguálfur með meiru mun draga okkur borgardæturnar út fyrir lóðamörkin heima hjá okkur. Ekki það að mér finnst ekki gaman í útilegum, það er ekki málið ég ef yndi at útiveru og tjaldtuskum en karlinn minn ekki.... þess vegna er alltaf bæði að koma mínu liði af stað, finna útilegudót og selja hugmynda. Þarf látlaust að tíunda hvað þetts sé nú gaman og hve sonunum á eftir að finnast þetta skemmtileg minning og svo videre.... en það er engu tauti komið við Gunnu í útilegum skulum við og ekkert múður. Ég hlakka bara til en á reyndar eftir að útvega mér tjald sem rúmar mína annars stóru famelíu, er einhver sem á slíkt og vill endilega lána okkur????

Baðframkvæmdir ganga hægt en ganga þó, nú er búið að flísaleggja alla veggi og allt mósaik, þá er það sturtubotinn og helv. gólfið eftir. Innrétting er komin til landsins, svo þetta er allt að gera sig. Verst að Hannes er alltaf að vinna og lítill tími til verka.
Nú pípir ofninn - fyrstu plöturnar af tebollunum að líta dagsins ljós -
og Steinunn komin í heimsókn.
Guð blessi systrakærleikann....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tebollurnar voru æðislega góðar og mér finnst að þú ættir að setja uppskriftina á síðuna. Svo einfalt að jafnvel ég get bakað þær...
Steinunn stóra syst

3. júlí 2005 kl. 23:40  

Skrifa ummæli

<< Home