Þá er nú þjóðhátíðardagurinn runninn upp og meira að segja bjartur og fagur eins og stendur á fornum bókum einhver staðar. Það eru 17 ár síðan ég útskirfaðist úr MA, kannski ekki með glæsibrag en einhverjum brag þó. Hér á bæ eru menn að skreiðast á fætur en bóndinn er löngu farinn í golf..... skítið hvað hann er góður en ég léleg.... skildi þetta hafa eitthvað með æfingu að gera!!!!!
Baðframkvæmdir eru sem sá á hold meðan bóndinn sinnir áhugamálum sínum og ég bíð þolinmóð, fer með synina í sund til að skola af þeim mesta skítinn og safna vöðvabólgu, ekki að það votti fyrir biturð í mér!!!! En margt er manna golfið, svei mér þá.
Högni ofurkrútt með meiru er farinn að ganga eins og herforingi og fer hratt og örugglega yfir. Óttar minn Páll er eitthvað baldinn þessa dagana, finnst erfitt að lillibrói sé farinn að ganga og honum kannski sýnt fullmikil athygli miðað við ekki merkilegri hlut að ganga sem hann sjálfur getur svo leikandi létt og sýnir ýmis tilbrigði hvenær sem einhver nennir að horfa á hann. En þrátt fyrir skammir og tuð móðurinnar segir hann samt alltaf að ég sé besti vinur hans.... hvað er hægt að biðja um meira hjá 3já ára snáða sem er miðjubarn í þokkabót?
Ás og tvistur eru á golfnámskeiði sem virðist bara ganga vel þrátt fyrir að þurfa mikið að spjalla við Veturliða vin þeirra og stundum virðist meira vera spjallað en spilað..... en fyrir þetta greiði ég með glöðu geði í þeirri veiku von að áhugi kvikni og þeir geti stundað íþróttina með föður sínum þegar fram í sækir. Ekki á ég von á að móðirin nái tökum á íþróttinni fyrr en um miðja þessa öld ef áfram heldur sem stendur, ekki ber enn vott fyrir biturð eða gremju..... af og frá!!!!!!
Dagskrá þessa þjóðhátíðardags er enn óráðin með öllu, sennilega verður haldið á Víðistaðatún þar sem leiktæki með subbulegum bretum ber hæst. Ætli maður spælsi ekki í blöðrur og einhverja sleikipinna, eldi svo kjúlla á pallinum og reyni að vera sætur og skemmtilegur, það er svo sem fulltimejobb men den tid den sorg....
Guð geymi golfið!!!!!!!!!!!
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home