Góður dagur í dag....
Byrjaði á því að fara í leikfimi dauðans og djölfast þar eins og ég ætti lífið að leysa, þá var það sund með ás, tvisti og fjarka sem fékk ermakúta og vildi ekki móður sína eftir það....
nú svo er það sækja,skutla gefa að eta háeff.... Jóhann í körfuna og Aðalsteinn er farinn á dorgveiðikeppni en þurfti að koma við í sundlauginni þar sem hann að sjálfsögðu gleymdi bæði sundskýlunni og húslyklinum!!!!!!
Nú karluglan kom heim og skipti um bíl við mig og Högninn er kominn út í vagn svo ég sá mína sæng uppreidda og setti í kringludeig í vélina og er nú með tebollur í ofninum sem, þó ég segi sjálf frá, slá alveg Jóa Fél út jafnvel þó ég sé á hlýrabolum.....
Fyrirhuguð er útilega systra um helgina þar sem Gunna útileguálfur með meiru mun draga okkur borgardæturnar út fyrir lóðamörkin heima hjá okkur. Ekki það að mér finnst ekki gaman í útilegum, það er ekki málið ég ef yndi at útiveru og tjaldtuskum en karlinn minn ekki.... þess vegna er alltaf bæði að koma mínu liði af stað, finna útilegudót og selja hugmynda. Þarf látlaust að tíunda hvað þetts sé nú gaman og hve sonunum á eftir að finnast þetta skemmtileg minning og svo videre.... en það er engu tauti komið við Gunnu í útilegum skulum við og ekkert múður. Ég hlakka bara til en á reyndar eftir að útvega mér tjald sem rúmar mína annars stóru famelíu, er einhver sem á slíkt og vill endilega lána okkur????
Baðframkvæmdir ganga hægt en ganga þó, nú er búið að flísaleggja alla veggi og allt mósaik, þá er það sturtubotinn og helv. gólfið eftir. Innrétting er komin til landsins, svo þetta er allt að gera sig. Verst að Hannes er alltaf að vinna og lítill tími til verka.
Nú pípir ofninn - fyrstu plöturnar af tebollunum að líta dagsins ljós -
og Steinunn komin í heimsókn.
Guð blessi systrakærleikann....
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
miðvikudagur, júní 29, 2005
þriðjudagur, júní 21, 2005
föstudagur, júní 17, 2005
Þá er nú þjóðhátíðardagurinn runninn upp og meira að segja bjartur og fagur eins og stendur á fornum bókum einhver staðar. Það eru 17 ár síðan ég útskirfaðist úr MA, kannski ekki með glæsibrag en einhverjum brag þó. Hér á bæ eru menn að skreiðast á fætur en bóndinn er löngu farinn í golf..... skítið hvað hann er góður en ég léleg.... skildi þetta hafa eitthvað með æfingu að gera!!!!!
Baðframkvæmdir eru sem sá á hold meðan bóndinn sinnir áhugamálum sínum og ég bíð þolinmóð, fer með synina í sund til að skola af þeim mesta skítinn og safna vöðvabólgu, ekki að það votti fyrir biturð í mér!!!! En margt er manna golfið, svei mér þá.
Högni ofurkrútt með meiru er farinn að ganga eins og herforingi og fer hratt og örugglega yfir. Óttar minn Páll er eitthvað baldinn þessa dagana, finnst erfitt að lillibrói sé farinn að ganga og honum kannski sýnt fullmikil athygli miðað við ekki merkilegri hlut að ganga sem hann sjálfur getur svo leikandi létt og sýnir ýmis tilbrigði hvenær sem einhver nennir að horfa á hann. En þrátt fyrir skammir og tuð móðurinnar segir hann samt alltaf að ég sé besti vinur hans.... hvað er hægt að biðja um meira hjá 3já ára snáða sem er miðjubarn í þokkabót?
Ás og tvistur eru á golfnámskeiði sem virðist bara ganga vel þrátt fyrir að þurfa mikið að spjalla við Veturliða vin þeirra og stundum virðist meira vera spjallað en spilað..... en fyrir þetta greiði ég með glöðu geði í þeirri veiku von að áhugi kvikni og þeir geti stundað íþróttina með föður sínum þegar fram í sækir. Ekki á ég von á að móðirin nái tökum á íþróttinni fyrr en um miðja þessa öld ef áfram heldur sem stendur, ekki ber enn vott fyrir biturð eða gremju..... af og frá!!!!!!
Dagskrá þessa þjóðhátíðardags er enn óráðin með öllu, sennilega verður haldið á Víðistaðatún þar sem leiktæki með subbulegum bretum ber hæst. Ætli maður spælsi ekki í blöðrur og einhverja sleikipinna, eldi svo kjúlla á pallinum og reyni að vera sætur og skemmtilegur, það er svo sem fulltimejobb men den tid den sorg....
Guð geymi golfið!!!!!!!!!!!
laugardagur, júní 04, 2005
Í þessum skrifuðum orðum standa synir mínir þrír og eiginmaður í röð við nýja verslun BT í Hafnarfirði.... já margt er mannanna bölið.... Aðalsteinn og Jóhann fóru eldsnemma í morgun með síma og Game Boy til að standa í röð og kaupa sér tölvuleik á 799 krónur. Það sem verra var að þegar taldir voru sjóðir þeirra bræðra átti hvorugur nóg. Aðalsteinn sem átti 300 krónur var fljótur að telja bróður sinn á það að fjarfesta í einhverju saman enda átti Jóhann 500 í sínu veski. Hófust hér strax við sólarupprás miklar samningaumræður og eftir mikið japl og múður náði frumburðurinn að sannfæra tvistinn um ágæti þess að kaupa sér tölvuleik um hásumar. Héldu bræður af stað með aurana sína tilbúnir að leggja allt í sölurnar til þess að komast með þeim fyrstu í BT. Eftir 15 mín og 34 sek hringdi Jóhann og sagði að sér leiddist þetta heldur og vildi helst komast heim til mömmu sinnar. Aðalsteinn var alls ekki á því að hleypa honum heim þeir væru nr 49 og 50 í röðinni og gætu svo sannarlega komist í feitt. Þegar korter var í opnunartíma fór svo faðir þeirra og litli bróðir að vitja um þá. Bræður voru fílelfdir og tilbúnir í slaginn en það voru líka fullorðnir Hafnfirðingar sem ruddust fram fyrir börn og unglinga. Númerið á þeim bræðrum hafði hækkað til muna og þegar ég talaði við bónda minn áðan voru þeir ekki enn komnir inn í búðina og því ólíklegt að synir mínir fjárfesti í tölvuleik í þessari ferð. Enda nóg til af slíku hér á bæ!!!! En svona er Ísland í dag...
Guð blessi þá sem er svo auralitlir að þeir verða að riðjast fram fyrir unglinga og börn til að kaupa sér nýtt heimabíó á 45% afslætti!!!!!!!!!