Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

þriðjudagur, maí 24, 2005

Jahérna... þetta erhræðileg frammistaða hjá Hafnarfjarðarfrúnni. Nema hvað brjálað að gera hjá minni. Afmæli mömmu var ægilega vel lukkað og hún alsæl með daginn enda margir sem glöddu hana með nærveru sinni. Við systurnar vorum með atriði og allt, og fannst okkur við ægilega fyndnar og skemmtum okkur held ég eiginlega best meðan við vorum að semja atriðið. Nú svo er ég að fara yfir illræmdu prófin í íslensku í 10. bekk og hef nú þegar lesið á annað þúsund ritgerða. Hef reyndar tekið mér pásu frá því verki síðan á laugardag þar sem pabbi er farinn til Englands og því lítið um barnapíur svona yfir miðjan daginn.
Svo eru baðframkvæmdir hér á bæ... búið að rífa allt niður og við bustumí okkur tennurnar í þvottahúsinu en pissum enn inn á baði.... en það fer hver að verða síðastur að nýta sér það klósett. Fór í BYKÓ, sem Aðalsteinn minn las alltaf "bækó" rétt eftir að við fluttum.... nema hvað nú er bara verið að teikna baðið eins og ég vil hafa það og það sem meira er við búin að fá tilboð í ýmis tæki og tól og má þar nefna ægilega flott klósett og klósettsetu með dempara... legg ekki meira á ykkur.... skil samt ekki alveg af hverju klósett eru ekki seld með setum.... er einhver sem vill klósett með engri setu... hljóta að vera fáir. Svo er maður búin að velja sér flísar og fúgur, baðkar og blöndunartæki og allt þetta kostar svo hvítuna úr augunum og þar sem Hannes bóndi minn er einstaklega stóreygður maður ætla ég að fórna hans hvítu að þessu sinni.....
Unnum aðeins í garðinum um síðustu helgi en það virðist vera ævistarf garðyrkjufræðings og skrúðgarðameistara að halda þessu öllu í skefjum... þvílíkar plöntur og gróður. Við gengum reyndar berserksgang með klippurnar og svo bara að bíða og vona og sjá hvað úr verður þegar sumarið kemur ef það á annað borð kemur eitthvða í ár...... ó mig langar til Danmerkur í sólina, ströndina, bjórinn og böfferne....
Brauðvélin pípir, kökur komar úr ofni, herbergi Óttars og Högna tiltekið, allur þvottur på plads... kominn tími á góðan kaffibolla hjá frúnni.....
Guð blessi Neskaffið!

2 Comments:

Blogger GUNNA said...

......alltaf góður penni.....
en skrítið að ekkert var minnst á Eurovision !?!?
Gunna syst

25. maí 2005 kl. 10:42  
Blogger thuridur said...

já júró-dæmið... reyni nú að gleyma hlut íslendinga í þeim efnum... en gaman að gleðjast með systrum sínum og þeirra famelíum... áfram rúmenía

25. maí 2005 kl. 15:35  

Skrifa ummæli

<< Home