Enn er maímánuður og ég bara enn að blogga....
Nú ekki hefur svo sem mikið drifið á daga mína síðustu misseri... er enn að væflast í baðinnréttingum, borðplötum, flísum og öðru tengdu baði mínu og er þetta allt að koma eftir miklar spegularsjónir og endalausan samburð... í það minnsta er ég búin að borga inn á innréttingu, pípararnir búnir með sitt verk í bili og nú er bara að flota gólfið og hlaða sturtubotninn, flísalegga í hólf og gólf og setja þess nýju innréttingu upp..... næstu þrjár vikurnar munu því sennilega litast af þessum verkefnum... men den tid den sorg....
veðrið er yndilegt ég geri það sem ég vil.... synirnir sætu eru að leika sér, Óttar á hælinu sínu og Högnaskottið sefur út í vagni með rauðar kinnar og sveittan skalla. Aðalsteinn hefur tekið mikið af prófum og er bara stoltur af afrekum sínum og vonandi get ég tekið undir þegar afhending einkunna hefur farið fram. Jóhann minn hefur nú minni áhyggjur af einkunnum enda nógur tíminn til þess svo sem. Bræður hafa báðir skrá sig í skólagarða Hafnarfjarðar og má vænta mikillar uppskeru með haustinu!!!
Aðalsteinn minn átti um daginn slæma viku í skólanum þar sem nokkrir kauðar í bekknum ákváðu að gera honum lifið leitt og stríða honum út í eitt. Tók það mjög mikið á tilfinningaveruna mína og ekki síður móðurina sem skilur ekki hvenrig börn geta verið svona grimm hvert við annað. En með eftirfylgni móðurinnar og eilífri afskiptasemi gat móðirin fengið skólayfirvöld til að ræða við forráðamenn drengjanna sem auðvitað voru niðurbrotin að heyra svona um syni sína og hafa þeir látið Aðalstein í friði síðan. Það er hins vegar lýðnum ljóst að næsti verður bara tekinn fyrir... sá sem á kannski minna bakland en sonur minn og það er náttúrulega ekki nógu gott. Uppræta þarf hegðun þessara drengja í eitt skipti fyrir öll. En guð minn góður, þetta er eins og fá rýting í hjartað þegar svona er farið með barnið manns. En nóg um það. Sumarið á næsta leyti - ekkert planað þannig sé nema að skella sér á austurlandið og eiga góðar stundir með vinum okkar þar. Skella sér kannski á standirnar til mömmu, útilegur í nágrenninu og nýta svo bústaðinn eftir kostum. Ég byrja að vinna 8. ágúst og leikskólinn opnar ekki fyrr en 15. ág og Högni fer til dagmömmu 1. sept svo ætli við verðum ekki eitthvað minna í fríi hjónin að þessu sinni...... en það kemur sumar eftir þetta sumar.....
læt ég hér staðar numið að sinni og læt hér með lokið máí-skrifum mínum....
í guðs friði...
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home