Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

þriðjudagur, maí 31, 2005

Enn er maímánuður og ég bara enn að blogga....
Nú ekki hefur svo sem mikið drifið á daga mína síðustu misseri... er enn að væflast í baðinnréttingum, borðplötum, flísum og öðru tengdu baði mínu og er þetta allt að koma eftir miklar spegularsjónir og endalausan samburð... í það minnsta er ég búin að borga inn á innréttingu, pípararnir búnir með sitt verk í bili og nú er bara að flota gólfið og hlaða sturtubotninn, flísalegga í hólf og gólf og setja þess nýju innréttingu upp..... næstu þrjár vikurnar munu því sennilega litast af þessum verkefnum... men den tid den sorg....
veðrið er yndilegt ég geri það sem ég vil.... synirnir sætu eru að leika sér, Óttar á hælinu sínu og Högnaskottið sefur út í vagni með rauðar kinnar og sveittan skalla. Aðalsteinn hefur tekið mikið af prófum og er bara stoltur af afrekum sínum og vonandi get ég tekið undir þegar afhending einkunna hefur farið fram. Jóhann minn hefur nú minni áhyggjur af einkunnum enda nógur tíminn til þess svo sem. Bræður hafa báðir skrá sig í skólagarða Hafnarfjarðar og má vænta mikillar uppskeru með haustinu!!!
Aðalsteinn minn átti um daginn slæma viku í skólanum þar sem nokkrir kauðar í bekknum ákváðu að gera honum lifið leitt og stríða honum út í eitt. Tók það mjög mikið á tilfinningaveruna mína og ekki síður móðurina sem skilur ekki hvenrig börn geta verið svona grimm hvert við annað. En með eftirfylgni móðurinnar og eilífri afskiptasemi gat móðirin fengið skólayfirvöld til að ræða við forráðamenn drengjanna sem auðvitað voru niðurbrotin að heyra svona um syni sína og hafa þeir látið Aðalstein í friði síðan. Það er hins vegar lýðnum ljóst að næsti verður bara tekinn fyrir... sá sem á kannski minna bakland en sonur minn og það er náttúrulega ekki nógu gott. Uppræta þarf hegðun þessara drengja í eitt skipti fyrir öll. En guð minn góður, þetta er eins og fá rýting í hjartað þegar svona er farið með barnið manns. En nóg um það. Sumarið á næsta leyti - ekkert planað þannig sé nema að skella sér á austurlandið og eiga góðar stundir með vinum okkar þar. Skella sér kannski á standirnar til mömmu, útilegur í nágrenninu og nýta svo bústaðinn eftir kostum. Ég byrja að vinna 8. ágúst og leikskólinn opnar ekki fyrr en 15. ág og Högni fer til dagmömmu 1. sept svo ætli við verðum ekki eitthvað minna í fríi hjónin að þessu sinni...... en það kemur sumar eftir þetta sumar.....
læt ég hér staðar numið að sinni og læt hér með lokið máí-skrifum mínum....
í guðs friði...

þriðjudagur, maí 24, 2005

Jahérna... þetta erhræðileg frammistaða hjá Hafnarfjarðarfrúnni. Nema hvað brjálað að gera hjá minni. Afmæli mömmu var ægilega vel lukkað og hún alsæl með daginn enda margir sem glöddu hana með nærveru sinni. Við systurnar vorum með atriði og allt, og fannst okkur við ægilega fyndnar og skemmtum okkur held ég eiginlega best meðan við vorum að semja atriðið. Nú svo er ég að fara yfir illræmdu prófin í íslensku í 10. bekk og hef nú þegar lesið á annað þúsund ritgerða. Hef reyndar tekið mér pásu frá því verki síðan á laugardag þar sem pabbi er farinn til Englands og því lítið um barnapíur svona yfir miðjan daginn.
Svo eru baðframkvæmdir hér á bæ... búið að rífa allt niður og við bustumí okkur tennurnar í þvottahúsinu en pissum enn inn á baði.... en það fer hver að verða síðastur að nýta sér það klósett. Fór í BYKÓ, sem Aðalsteinn minn las alltaf "bækó" rétt eftir að við fluttum.... nema hvað nú er bara verið að teikna baðið eins og ég vil hafa það og það sem meira er við búin að fá tilboð í ýmis tæki og tól og má þar nefna ægilega flott klósett og klósettsetu með dempara... legg ekki meira á ykkur.... skil samt ekki alveg af hverju klósett eru ekki seld með setum.... er einhver sem vill klósett með engri setu... hljóta að vera fáir. Svo er maður búin að velja sér flísar og fúgur, baðkar og blöndunartæki og allt þetta kostar svo hvítuna úr augunum og þar sem Hannes bóndi minn er einstaklega stóreygður maður ætla ég að fórna hans hvítu að þessu sinni.....
Unnum aðeins í garðinum um síðustu helgi en það virðist vera ævistarf garðyrkjufræðings og skrúðgarðameistara að halda þessu öllu í skefjum... þvílíkar plöntur og gróður. Við gengum reyndar berserksgang með klippurnar og svo bara að bíða og vona og sjá hvað úr verður þegar sumarið kemur ef það á annað borð kemur eitthvða í ár...... ó mig langar til Danmerkur í sólina, ströndina, bjórinn og böfferne....
Brauðvélin pípir, kökur komar úr ofni, herbergi Óttars og Högna tiltekið, allur þvottur på plads... kominn tími á góðan kaffibolla hjá frúnni.....
Guð blessi Neskaffið!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Þá er kóramótinu lokið og maður getur farið heim og slappað af .....tekið ykkur sturtu eða farið í bað........
Mótið var hið glæsilegasta og vorum við afar lukkulegar með okkar framlag. Tvennir tónleikar voru haldnir sem tókust vonum framar og var gaman að heyra svona marga ólíka kóra syngja. Mér fannst við náttúrulega bestar en Garðabæjarkórinn var gjörsamlega í flottustu kórbúningunum - ekki spurning. Merkilegt hve kórabúningar skipta miklu máli og hvað margir slíkri eru ljótir.... þó gat enginn toppað kórabúninginn sem einhver stúlkakórinn kom í til Akureyrar í den sem voru hvítar rúllukragapeystur með landslagsmynd á brjóstinu. Teyðgist mismikið á landinu eftir því hve bráðþroska stúlkurnar voru!!! Mjög lekkert eða þannig!!!

Sat yfir samræmdum stúdentsprófum í Flensborg í gær og dag og mun fara yfir samræmdu í 10 bekk í lok mánaðarins.
Högni kominn með dagmömmu í næstu götu og allt virðist vera að ganga upp. Von er á bílnum frá Bandaríkjahreppi á næstu dögum og við erum bara bjartsýn á lífið og tilveruna hér í Stekkjarhvamminum.
Nóg komið í bili.
Guð blessi konur, kóra og söng!