Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Apríl tekinn með trompi..... fjögur blogg und alles.....
Er apríl annars ekki kk-orð? Hann apríllinn???? Eða er það hún aprílin??? Eða jafnvel það aprílið???? Ég bara spyr????
Annars stend ég á haus einhvern veginn, hef tekið að mér meira en ég næ að anna, en þetta reddast samt sjálfsagt allt saman.... kóramótið tekur sinn tíma, lesa texta, semja tilkynningar, finna skemmtiatriði, redda stykjum og svo videre, svo er ég umsjónarmaður í samræmdum stúdentsprófum í Flensborgarskóla með tilheyrandi fundahöldum og látum. En samt sem áður er þetta bara gaman allt saman og vissulega tilbreyting að vinna örlítið utan heimilis.
Nú er Jóhann kominn með Dúbba og vill lesa fyrir múttu sína.... hver stenst slíkt... þykkar varir og ægilega stór og löng tunga (skv. síðustu mælingum familíunnar!!!!) Á sjáfsagt eftir að verða vinsæll þessi elska.
Nú er bóndinn lika kominn úr útlegðinni og allt á fullu...
Guð blessi alla!!!

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Þetta nær ekki nokkurri átt........... tvö blogg í mánuði..... ekki góð frammistaða en einhvern veginn er ég eitthvað svo busy þessa dagana eða þá ég gef mér ekki tíma til eins né neins....
Nú ég hef síðan síðast skroppið eina helgi til Köben sem er náttúrulega bara skemmtilegasta borg í heimi og Danir frábært fólk upp til hópa. Hitti ég þar kallinn minn sæta og átti með honum sæla sumardag í H&M og fleiri góðum stöðum. Mamma og pabbi sáum um drengjastóðið á meðan og er ekki á kotvísa í þeim efnum.
Nú svo er framundan ægilega skemmtilegt landsmót kvennakóra hér í Hafnarfirði og sjáum við í kórnum um það frá a til ö.
Enn eru hjónin á bænum að pæla í baði og enn eru flísar skoðaðar.... verðum að fara að drífa okkur í þessu áður en innréttingin sem er núna kemst aftur í tísku...
Frekar en ekkert réð ég mig til starfa í dag sem deildarstjóri miðstigs í Kársnesskóla og hana nú. Mun hefja störf 8. ágúst kl. 8:15 að staðartíma. Hvað verður þá um synina sætu er algjörlega óvíst en tíminn leiðir það í ljós (skáldlegt!!!!!!!!!)
Högnaskottið er að myndast við að læra að ganga og gegnur það óvenju hægt enda gætinn sveinn á ferð. Jóhann stendur sig vel í körfunni og Aðalsteinn minn er alltaf sami ljúflingurinn. Óttar Páll öðru nafni dæderman er kampakátur og sætur lika, farinn að segja svo margt og hefur skoðanir á flestu. Er duglegastur af öllum að borða og segir mamma þetta er mjög gott í hvert mál. Hannes er líka bara sætur, grár í vöngum með sína stóru bumbu og kominn með golffirðing í tærnar.
Við fórum reyndar hamförum í garðinum í gær og má segja að við höfum sagað allt það niður sem við ekki klipptum..... spurnig hvað garðyrkjufræðingar landsins segja við því.... en garðurinn hefur stækkað um marga fermetra........því er ekki að leyna...
jamm og jæja, nóg er komið af snakki,
guð blessi trjáklippurnar!!!!!

mánudagur, apríl 11, 2005

Jæja þá í þetta sinn..........
Helgin var með rólegra móti. Hannes og Aðalsteinn voru á handboltamóti í Vestmannaeyjum með tilheyrandi gistingu í skólastofu, pizzuáti og fretum, mikið fjör og mikið gaman. Reyndar varð Aðalsteinn fyrir þeirri lífsreynslu að gubba í fyrsta sinn á ævi sinni á leiðinni heim í Herjólfi og grét söltum tárum af niðurlægingu meðan faðir hans sjóarinn mikli af Skaganum tuðaði og huggaði hann. En það var gott að fá kallana sína heim og Jóhann var svo spenntur að fá bróður sinn að hann var var mælandi á vora tungu, ekki það að Jóhann sé símalandi og segjandi einhverja speki á okkar ástkæra ylhýra.....
Högni hefur ákveðiðað vakna alltaf fyrir klukkan sjö um helgar til að nýta tímann betur með foreldrunum...... í morgun vakanði hann síðastur allra enda mánudagur, en ævinlega um 6:20 um helgina.... nú er hann orðinn mikill pottaskelfir og skápakall.... en hann nennir ekki að ganga ó nei.... bara stendur eins og fínn maður og montar sig heil ósköp...... hann er náttúrlega sætastur því er ekki að neita.
Hannes er að fara til Eistlands á morgun og kemur á fimmtudag, fer svo aftur til Dk á sunnudag og kemur á þriðjudag.... ég verð því sveitt þessa vikuna ein með synina meira og minna.
Enn er verið í baðréttingarhugleiðingum og er þetta allt að taka á sig þokkalega mynd. Búið að velja flísarnar en innrétting og vaskur ekki alveg komið á hreint.... en ætli ég finni ekki bara eitthvað meðan kallinn er úti hahahah...
Jæja, sýnist Högni boy vilja fara út, er kominn með skóna sína og er farinn að eta reimarnar.... ætli við skellum okkur ekki í leikfimina, komum svo heim og tökum til, sem virðist vera endalaust verkefni hér á bæ...... skil þetta hreinlega ekki, allt í drasli og skít alla daga og maður ræður ekki neitt við neitt..... já eins gott að lífið snýst um meira en tiltekt og þrif.... kannski ég fari bara á rand eftir leikfimina og gefi skít í drasl og drullu... nú eða hringi í hússtjórnarkennarann og skollóttu flugfreyjuna.... nei guð forði mér frá því....
nóg komið af rugli í dag...
guð blessi drasl og drullu

mánudagur, apríl 04, 2005

Það verður nú að segjast að hér hefur verið slegið nýtt met að hálfu frúarinnar í Hafnarfirði í skriftarbloggleysi..... Einhvern veginn úr mér allur vindur eða er það vorið sem er alltaf að koma og reyndar fara líka... en býtterinn háeff.... komin er ég við tölvuna í leikfimisfötunum á leið í ræktina eins og sönnum íslendingi sæmir, ekki maður með mönnum nema maður sé í einhverri rækt og kór....
Ásandið á bænum er gott, allir frískir og fjörugir. Högni hefur reyndar tekið upp þann leiða sið að vakna fyrstur allra um leið og sólargeisli brýst fram undan skýjunum... sum sé 6:59 laugardag og sunnudag en..... 6:05 í morgun... og hann vill bara fara að pratísera, fara í buuu-leiki, hnoð og annað skemmtilegt ,foreldrum sínum til mun minni ánægju en það veitir honum blessuðum. En hver stenst svona sæta sjarmör, með augnabrúnir fyrir allan peninginn, hanakamb og kaldar tær!!!! Mér er spurn???
Í dag á Jóhanna Sigrún frænka mín afmæli og ég á líka 23 ára fermingarafmæli í dag.... Af því tilefni, sko afmæli Jóhönnu, var veisla í geislanum í gær og veitingar ekki af verri endanum, m.a. bleik barbýterta und alles. Jóhanna var að vonum ægilega glöð og lukkuleg með þetta allt, var mest í að máta afmælisgjafir og spjalla við fullorðna fólkið... hún kann sig sko... Svo var dansað og trallað.
Hannes bóndi minn og ektamaður hefur fjárfest í gasgrilli af hjúmóngós ætt. Nú ætti að vera hægr að grilla handa öllum fjölskyldumeðlimum í einu og jafnvel handa öllum í götunni. Nú svo erum við hjónin að skipuleggja að taka baðið upp í gegn. Frúin er komin með flísaprufur heim og stend nú í stórræðum við að sannfæra bónda minn hvað sé smekklegt og sígilt en ekki bara ódýrt og ljótt.... ekki það að það fari endilega alltaf saman en í tilfellum Hannesar.... alltaf.......
Högninn er nú sofnaður og allt skipulag í messi þess vegna... hann ætlar greinilega að hafa þetta eins og hann vill... vekja okkur fyrir sólarupprás og legga sig svo þegar við erum loksins komin í gang með bauga undir augum af svefleysi og þreytu.... hann er bara krúttmoli aldarinnar og má allt.....
Guð blessi morgunhana!