Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, mars 03, 2005

Annar í veikindu hjá Óttari Páli sætabus sem gubbaði í morgun alveg sjálfur í klósettið.... Jóhann vakanði kl. 6 með blóðnasir og hafði reynt að eiga við þær sjálfur inn á baði en kom svo til móður sinnar alblóðugur og mátti reka eftir hann slóðina um efri hæð hússins....
Högninn svaf í tæpa fjóra tíma í vagninum í dag þessi sæta elska, móðirin bakaði marensa fyrir kökubasar kvennakórsins, skonsur sem voru fremur krumpaðar en ætar þó og síðan brauð sem á að vera í matinn með súpunni í kvöld. Hefaðist deigið svo ægilega að ég þarf sennilega að skipta um elshúsinnréttingu. En mikið lifandi skelfing er það gott þó ég segi sjálf frá... Jói Fél mæes........
Er að pranga inn á vini og ættingja rækjum og kertum til styrktar Kvennakór Hafnarfjarðar. Gengur það vonum framar og ef einhver hefur ekki fengið meil þess efnis en vill endilega kaupa af mér rækjur, nú eða falleg páskaleg kerti þá hafið endilega samband og ég mun verða við óskum ykkar.
Óttar vill nú spila minnisspil í 20 sinn í dag og ætli ég láti það ekki eftir honum og láti staðar numið hér í dag.
Guðsblessun á alla bæi!

1 Comments:

Blogger GUNNA said...

.....ó ljúfa líf....börnin þín eru svo heppin að hafa þig heima og það er ómetanlegt!! Hugsið ykkur að koma heim úr skólanum og mamma er nýbúin að baka og svo hjálpar hún manni með lærdóminn.......áfram Þura.
GUNNA

8. mars 2005 kl. 10:18  

Skrifa ummæli

<< Home