Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, mars 14, 2005

Jamm og jæja.
Frost er úti fuglinn minn ég finn hve þér er kalt.........
já kaldur er hann því er ekki að leyna.
Á daga mína hefur svo sem eitt og annað drifið, sem ekki er verðugara en hvað annað til að færa í letur, svo ég læt það alveg eiga sig. Finnst stundum þetta blogg alveg tilgangslaust og glatað.... sennilega athyglisýkin að drepa mig því ég vil fá comment og hana nú.....
Vaknaði í morgun með þvílíka hálsbólgu. Heimtaði tíma hjá lækni með det samme svo ég myndi nú ekki smita alla mína drengi af streftakokkum sem ég var fullviss um að ég væri með. Læknirinn sem reyndist vera fermingarbarn hræðri vel og lengi í mínum hálsi til að taka strok og viti menn engir streftakokkar.... ja örðuvísi mér aður brá.... manni er farið að förlast í læknisfræðinni.... en ég á að koma í aðra strokatöku á miðvikudag ef ég er ekki betri. Það besta við fermingarbarnið var að hún gleymdi að rukka mig fyrir strokið og maður er nú ekkert að bjóðast til að borga meira en manni er ætlað eða hvað?? Á ég að vera með samviskubit dauðans yfir því að nú fari fjárhagsáætlun Sólvagns úr skorðum... hvað ef nú allir væru eins og ég og borguðu ekki fyrir synatöku sem þeir væru ekki rukkaðir fyrir....
Á tíma í blóðprufu og með tvo syni á morgun svo kannski ég geri upp skakir og viðkenni glæpinn þá.
Guð blessi þá sem gleyma að rukka!!!

fimmtudagur, mars 03, 2005

Annar í veikindu hjá Óttari Páli sætabus sem gubbaði í morgun alveg sjálfur í klósettið.... Jóhann vakanði kl. 6 með blóðnasir og hafði reynt að eiga við þær sjálfur inn á baði en kom svo til móður sinnar alblóðugur og mátti reka eftir hann slóðina um efri hæð hússins....
Högninn svaf í tæpa fjóra tíma í vagninum í dag þessi sæta elska, móðirin bakaði marensa fyrir kökubasar kvennakórsins, skonsur sem voru fremur krumpaðar en ætar þó og síðan brauð sem á að vera í matinn með súpunni í kvöld. Hefaðist deigið svo ægilega að ég þarf sennilega að skipta um elshúsinnréttingu. En mikið lifandi skelfing er það gott þó ég segi sjálf frá... Jói Fél mæes........
Er að pranga inn á vini og ættingja rækjum og kertum til styrktar Kvennakór Hafnarfjarðar. Gengur það vonum framar og ef einhver hefur ekki fengið meil þess efnis en vill endilega kaupa af mér rækjur, nú eða falleg páskaleg kerti þá hafið endilega samband og ég mun verða við óskum ykkar.
Óttar vill nú spila minnisspil í 20 sinn í dag og ætli ég láti það ekki eftir honum og láti staðar numið hér í dag.
Guðsblessun á alla bæi!