Það er ekki út vegi að blogga á síðasta degi febrúarmánaðar sem verður að teljast sá allra annasamasti í djamminu hjá mér og mínum ektamanni.
Thaks good ist over.......
Fór á frábæra árshátíð hreinna MA-meyja þar sem þemað var fræg pör. Við hjónin mættum sem Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerður langbrók af þjóðleg og vöktum við að vonum mikla lukku enda í langflottustu og efnismestu búningunum... en þarna voru einnig pör á við Beckham og Viktoria, Barbie og Ken, Dorrit og Ólafur, Rómeó og Júlía, Kolbeinn kafteinn og Tinni, Grimmhildur Grámann og Spotti, Superman og Louis og síðast en ekki síst Gulli stuttbuxnastrákur og Ágústa Johnson...
Reyndar fékk ég í magann af einhverju helv. kórianderi og sat fyrrihluta kvölds dæsandi og fnæsandi af ógleði og gat ekkert drukkið og mátti svo bara aka heim þar sem ég ældi lifrum og lungum. Ætli ég sé með koríanderóþol.... það væri það, þá er maður bara eins og allir hinir með eitthvert fæðuóþol eða ofnæmi, finnst það nefnlega doldið smart, maður er ekki maður með mönnum, hér á landi á, nema maður sé með einhvers konar fæðuóþol.........
Annars er bara yndislegt veður og búið að sópa rykið af hjólum bræðra. Högni sofandi úti í vagni og Óttar Páll, sem nota bene er 3já ára, vill fara í play station... segir mamma má ég fara í ætoj.... ja öðruvísu mér áður brá þegar börn léku sér með legg og skel fram að fermingu.....
Hér er ryk og drulla og engan veginn hægt að sjá útum stofugluggann, enda ekkert markvert svo sem þar að sjá, svo ætlum við látum það ekki vera að þrífa þá í ár....
En ný vika, ný markmið, nýtt líf, nýr mánuður, nýtt mataræði, ný tíska....
Guð veri með nýgræðingum!!!!!!!!!
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
mánudagur, febrúar 28, 2005
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Þegar maður er búinn að fara í leikfimi, eta salat, lesa fréttablaðið og ganga frá öllu í eldhúsinu er fátt betra en fara blogghringinn með góðan kaffibolla með flóaðri mjólk sér við hlið.....
Högnaskottið er sofandi og mín bíður reyndar ákaflega hár stafli af þvotti sem vill ekki ganga frá sér sjálfur svo ég verð að sjá aumur á mér og taka til hendinni.
Mínar frábæru frænkur í litunarklúbbnum voru svo æðislegar að færa mér gjafakort í Laugarspa, mig hefur alltaf dreymt um að geta farið á svona dekurdag og er því himinlifandi yfir þessari raunarlegu gjöf.
Jóhann minn sæti ætlar í skákina í dag og það er alveg með ólíkindum hve áhugasamur hann er um þetta. Maðurinn sem sér um skákina er ósköp rólegur en nær greinilega vel til barnanna og það er nú það sem skiptir mestu. Aðalsteinn er spenntur fyrir kvöldið og ætlar Unnur mín að koma og gæta yngstu drengjanna meðan á þessari vígsluathöfn stendur. Eins gott að pabbinn verði kominn frá Skagaströnd af öllum stöðum fyrir klukkan 19 í kvöld, annars er mér að mæta, og slíkt vill Hannes hamhleypa forðast sem mest hann má!!!!!!!!!
Ég er alltaf að spá í atvinnumálum, veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga, að fara að vinna eða bíða með það þangað til í haust eller hvað..... sé stundum störf sem ég væri til í að reyna mig í en þá kemur alltaf upp sama málið... hvar á Högninn minn sæti að vera?
Um næstu helgi er fyrirhuguð ægilega skemmtileg árshátíð Hreinna MA-meyja og er þemað í ár fræg pör. Við Hannes erum löngu búin að ákveða okkur en látum ekkert uppi því maður veit svo sem ekkert hverjir lesa bloggið manns. En eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá, gaman þá, gaman þá, ákaflega gaman þá!!!!!!!!
Skátablessun á alla bæi!
mánudagur, febrúar 21, 2005
Jæja þá stendur fyrir dyrum skátavígsla á morgun. Amma Strand splæsti á gaurinn skátapeysunni og verða það að vonum lukkulegir og stoltir foreldrar sem munu tárast við þessa hátíðlegu athöfn á morgun. Móðirin sjálf er skáti og einhvers staðar stendur einu sinni skáti ávallt skáti og ekkert minna.
Um helgina var djamm á okkur hjónum. Fórum í ofsalega skemmtilegt innflutningpartý hjá Rósu og Þórhalli þar sem þemað var að vera með skegg.... mættu þarna fínar frúr, flottar gellur, framstæðir kallar og töfrandi töffarar allir með skegg..... sniðugt ekki satt...
Á laugardagskvöld fór ég í kvennaafmæli þar sem fram voru bornar þvílíkar veitingar af þvílika liðlega þjóninum að það hálfa hefði verið mikla meira en nóg.
Fór í leikfimina í morgun í ægilegan þrekhring sem minnti mig á MA-dagana góðu. Þegar maður fékk ókeypis leikfimi og nennti ekki að taka þátt og þá sagði hún Bryndís leikfimiskennari við mig "Þura mín, vertu ekki að hangsa þetta manneskja, þú átt seinna eftir að borga fyrir það að fá að fara í svona þrekhring." Og viti menn hálf mánaðarlaunin fara í þetta í dag. Já, það sannast sem sagt er að best er að hlusta á kennara sinn, jafnvel þó hann sé leikfimiskennari.....
Jóhann er að strita við að skirfa heimaskriftina sína og þarf mikið að tala milli lína.... tungan þess á milli sleikir hringinn og stóru þykku varirnar orðnar afar kyssilegar... ekki nema vona að Diljá hringi í hann um hverja helgi til að leika við hann. Hann tekur blóðrauður á móti henni og þau sitja saman í stól og horfa á teiknimynd án þess að hann mæli orð af vörum... ægilega krúttlegt og kannski bara fyrsta ástin í lifi hans, hver veit.....
Óttar kom heim með ljósmynd af sér þar sem hann er sætastur allra í straujaðri skyrtu með gel í hári... ægilega mikill sjarmör...
Högni er með hor í nös en kátur mjög, enda er Óttar að leika við hann. Hann skóflaði í sig í það minnsta 3 skálum af hafragraut í morgun svo Gullbrá má bara fara að vara sig, ekkert eftir handa henni blessaðri.
Í dag sem og marga aðra daga er sækja/skult-þema. Aðalsteinn er farinn á æfingu og mun ég sjá mér leik á borði og sækja hann um leið og Jóhann er keyrður. Já, það er fulltime jobb að vera með börn í tómstudnum því er ekki að neita og svo þarf maður að luncha með vinkonum sínum og sinna heimilinu eins og kostur er.... mikið lagt á heimavinnandi húsmæður nútímans!!!!!!!
Guð blessi allar húsmæður þessa lands!!!
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Þetta er nú meiri veðurofsinn, það er bara ekki hundi út sigandi... og af því tilefni skellti ég í kryddbrauð, tvö fremur en eitt og hana nú... maður er sem sé komin á það stig í lífinu að þurfa að tvöfalda allar uppskriftir, baka minnst þrjár pizzur á föstudögum og elda minnst fjögur fiskflök...já það er dásamlegt að eiga stóra familíu!!
Annars er Högni eitthvað úrillur við ryksuguna, hann nær ekki að ýta henni á undan sér og snúran fer alltaf aftur inn þegar hann ýtir á einhvern takka og hann hrekkur alltaf jafn mikið í kút og fær armæðusvið mikinn, en sá svipur er nú voðalega krúttlegur finnst mömmunni og sér enga ásætðu til að standa upp frá tölvunni og hugga drenginn enda kominn tími til að hann kynnist þessum ólundartækum ryksugunum af eigin raun.
Fann prjónana mína í morgun og viti menn er ekki á þeim þessi líka fína röndótta peysa sem ég hef verið byrjuð á og reyndar langt komin með, á að mig minnir Jóhann frekar en Óttar Pál, skipti það engum togum nema ég lýk við peysugarminn í morgun þ.e. allan prjonaskap og ætla svo að semja við móður mína um að klippa fyrir ermum og setja rennilás og svona ýmislegt sem leiðinlegt er. En ég er búin að fella af og það er mikill sigur. Nú þar sem ég er komin í handavinnustuð ætla ég að sauma örlítið út á eftir meðan Högnaskottið sefur og horfa á eitthvað uppbyggilegt á DR1 enda er það ein metnaðarfyllsta sjónvarsstöð sem völ er á. Ekkert Digital á minn bæ!!!!!!!!!!!
Nú er Högni búinn að gefast upp á ryksugunni og vill komast í mjúkan mömmufaðm... og hver stenst slíka bón???
Megi veðurguðirnir eiga góðan dag!
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Jæja þá er litli sæti prinsinn á bænum orðinn ára gamall, kominn í alvöru skó og farinn að ganga með öllu. Héldum veislu í gær fyrir afmælisdrenginn sem skildi nú minnst í öllu tilstandinu. Bræður hans nr 1 og 2 höfðu alveg klikkað á afmælisgjöf svo í gærmorgun datt Aðalsteini það snjallræði í hug að semja bara barnabók handa Högna í afmælisgjöf. Hlaut sú bók nafnið Stubbasögur og eru smásögur eftir Aðalstein, myndskreyttar í sameiningu af þeim bræðrum. Voðalega sætt af þeim og falleg gjöf og svo fyrir utan það þá er hún gratis sagði Jóhann!!!!
Drengirnir fengu vitnisburð á föstudaginn og vorum við í viðtölum í gær. Gekk það vel enda duglegir og prúðir drengir sem við eigum.
Óttar Páll vildi ekki fara í leikskólann fyrr en hann væri búinn að taka til í herberginu sínu í gær og við mikið grátið og orgað þar sem foreldrarnir gáfu sér ekki tíma í það verkefni. Vildi honum til happs að amma Starnd var á svæðinu og hún fór eina umferð yfir efri hæðina frekar en ekkert....
Um helgina var ég í kórabúðum sem var ægilega gaman og mikið sungið og reyndar kannski fullmikið djammað, í það minnsta tók Stekkjarhvammsfrúin heldur sterklega á því, enda í engri æfingu svo heitið getur.... en er staðráðin að bæta úr því... enda tvær næstu helgar uppbókaðar í djamm..
Þriðjudagar eru sækja/skult dagar... skátar - skák og skylmingar... hjá þeim bræðrum...
Í guð friði!
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Gúbbalegir bræður héldu út á galeyðuna í morgunsárið, annar sem særður Dragúla og hinn sem Mexikani með hattinn góða frá pabbanum und alles. Mamma vina þeirra keyrði þá á helstu staðina í morgun s.s Góu, Stjörnusnakk og Þykkvabæjarflögur og höfðu þeir vel upp úr þeim ferðum. Svo var haldið í Fjörðinn þar sem þeir sungu frumsamið lag við mikinn fögnuð og þeir eru vissir um að þeir komi í Sjónvarpinu í kvöld þar sem einhverjir upptökumenn voru einmitt þegar þeir voru að syngja!!! gaman að þessu. Óttar var á nattfataballi á leikskólanum og skellti sér í spiedermannáttföt nr. 8 og tók sig vel út að mati viðstaddra. Högni er ekki enn farinn í sinn búning en móðirin á í forum sínum Zorró búning á 1 árs.... doldið krúttlega.....
Fór á flandur með mömmu, IKEA, Kringlan og þess háttar fjör. Kom heim og gaf drengjum að drekka, sótti Tara töffara á snjóþotunni á leikskólann, honum til mikillar gleði. Nú eru allir gaurarnir mínir úti að leika sér í snjónum.... ég elska snjóinn og veturinn.... börn úti að leika og koma inn með rauðar eplakinnar.... svona á lífið að vera.........
Guði sé lof fyrir almennilegan snjó!!!!!!
mánudagur, febrúar 07, 2005
Þá er það bollu-, sprengi og öskurdagur framundan með allri þeirri gleði og áti sem því fylgir... hér á bæ ætla menn að nýta búninga frá fyrri árum og er það vel. Náttfataball á leikskólanum hjá Óttari svo minn mun glaður geta mætt í Spiederman náttfötunum á ballið.
Fórum í barnaafmæli hjá filipskri frænku Hannesar henni Þóru Rubió Pálsdóttur og var mikið um dyrðir, minnst 20 réttir og fullt af glöðum og hressum pilipiskum(er það með einu eða tveimur péum... er ekki viss!!!) konum sem töluðu eiginlega enga íslensku en voru svo sætar og elduðu svona líka góða matinn og ekki voru kökurnar síðri... og magnið... guð minn góður dugðu ofan í 100 manns minnst.
Skelltum okkur svo með drengjasúpuna á Þjóðminjasafnið í gær þar sem Óttar kraflaði á öllu sem ekki mátti snerta og klifraði yfir ægilega merkilega rúmfjöl og vildi ólmur komast í árabátinn og svo videre.... en skemmtilegt safn með eindæmum, og gaman að fara með skólastrákana sína. Hafði bakað bollur og sjónvarpsköku fyrr um daginn og komu Villa og Óli með sína sætu krakka í heimsókn. Um kvöldið drifum við Aðalsteinn og Jóhann okkur á Ausu í borgarleikhúsinu og fannst mér mjög gaman og Ilmur leika afar vel. Þeim bræðrum fannst nú heldur fúllt að hafa bara einn leikara og Jóhann var kannski fullungur í þetta, en hann fylgdist vel með ljósaeffektum og ýmsum brellum og einhver verður að hafa vit á því ekki satt.
Annars var ég með geðverra móti í gær, einhverra hluta vegna.... fannst allt og allir á heimilinu ekki sýna mér skilning og ganga illa um og vera bara leiðinlegir... sumir dagar eru bara þannig og maður verður bara að láta sig hafa það.... verð vonandi geðbetri í dag, enda búin að fara í leikfimi und alles.... Högninn fallegi sem bráðum verður ára gamall sefur úti og ætli ég noti ekki tímann og eyði óæskilgeum hárum..... úr nefi og eyrum nema hvað............
Megi guð vera með geðillum líka...
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Þá er barasta kominn febrúar eins og ekkert sé sjálfsagðara, nema hvað!!!!!
Vakti drengina, gaf á garðann, smurði nesti, straujaði skyrtuna hans Óttars, fór með Óttar á leikskólann, fór í leikfimi, gekk niður í bæ með vagninn, fékk mer kaffi á Súfustanum, bakaði brauð, eldaði tandorikjúllabringur, gaf 4 drengjum að drekka, fékk mér kaffi, knúsaði Högna, hittti Gústu, sendi Aðalstein í skátana, meilaði á þjálfara í handbolta og körfubolta, meilaði á kennarann hans Aðalsteins, sótti Óttar, gaf Högna að borða, sauð pasta fyrir kvöldmatinn, sópaði gólfin, braut saman þvott og tók úr uppþvottavélinni.... samt finnst mér ég ekkert hafa gert af viti í dag.......... drekk ég kannski of mikið kaffi??????????
á eftir að:
sækja Aðalsteinní skátana, keyra á skylmingaæfingu með alla drengina, elda tvíréttað, bíða eftir að kallinn komi heim í mat frá Akureyri og þá............ geri ég ekki meir...........
Megi guð vera með ykkur í önnum og appelsínum!!!!!!!!!!!!!