Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, janúar 31, 2005

Frábær helgi í einu (tveimur) orðum sagt....
Fór með frænkum mínum í sumarbústaðinn þar sem drekrað var við hvurn sinn fingur og maður litaður og fegraður eins og mögulegt var. Geggjað stuð og frábærar frænkur sem maður á. Fór beint á körfuboltamót sem Jóhann var að keppa á og náði einum leik hjá mínum manni. Hann var náttúrulega barasta langbestur þessi elska. Haukar skoruðu 7 körfur í sínum þremur leikjum og Jóhann átti 6 þeirra..... ég var bara ofurstolt mamma og fannst hann svo frakkur og duglegur og fyndinn. Maður er ekkert mikið að gefa á hina, nema þeir séu með manni í bekk og sérstakir vinir manns. Nú svo var hann duglegur að fiska boltann af andstæðingnum og bara var ófeiminn að reyna við körfum enda var árangurinn eftir því..... dásamlegt að eiga allt í einu strák sem sýnir áræðni og barasta er bestur í liðinu!!!!!!!!!!!!
Fékk góðan fiskrétt hjá kallinum mínum sæta í gærkvöldi, og geggjaðan steinbít hjá Guffu í hádeginu í dag, saltfisk á laugardagskvöldið og fisk á fimmtudagskvöldið.... ekki hægt að kvarta undan því að maður borði ekki hollan og góðan mat enda fátt betra en fiskur, gæti etið hann alla daga vikunnar er því er að skipta.
Keypti sólskinsköku eins og mamma bakaði í den á tilboði í Bónus á 159 krónur handa sonunum sætu sem hvarf eins og dögg fyrir sólu ofan í sæta munna.
Nú er körfuboltahetjan að skrifa og svo ætlum við að lesa Mús í Móa okkur til skemmtunar á eftir.... gaman gaman að vera saman
Gangið á guðs vegum!!!!!!!!!

föstudagur, janúar 28, 2005

jæja nema hvað....
varð fyrir því óláni í fyrsta sinn á ævi minni að fá gubbupest á miðvikudaginn og þvílíkt og slíkt. Djöfull var þetta ógeðslega vont það er sko ekkert mál að eignast barn miðað við þessar kvalir. Hefði aldrei trúað þessu. Ég hélt engu niðri, grenjaði af innantökum og gat engum sinnt og það sem meira var..... var ein heima þar til seint um kvöldið... Jóhann sonur minn bauðst til að elda matinn handa þeim bræðrum og skellti í samlokur, ég kom engu niður og sendi eftir kóki sem toldi engan veginn í mér.......... hræðileg lífsreynsla sem ég vona að komi aldrei fyrir mig aftur og ég ætla að gleyma ekki seinna en strax..........

En um helgina er framundan bústaðarferð litunarklúbbsins með tilheyrandi fjöri. Hlakka mikið til en þetta mun lika verða í fyrsta sinn sem móðirin sefur frá Högnaskottinu sínu og það í tvær nætur í einu... meiri mamman!!!!!!!!!!! Yfirskrift ferðarinnar er Förum ljótar komum sætar!!! og þemað er hippinn. Ég er nú að fara að betrum bæta gömul föt sem ég ætla að taka með mér og slá í gegn, í þeirri von að veitt verði verðlaun fyrir outfit!!!

Horfi á uppáhaldsþáttinn minn í gær Af fingrum fram með Jóni Ólafs sem er endursýndur frá í fyrra. Alveg er hann frábæt spyrill og álit mitt á Bjartmari Gunnlaugssyni jókst um 100 % við að horfa og hlusta á hann í gær. Ég segi nú bara eins og Vala matt... gaman að þessu hjá ykkur strákar!!!!
En mér er ekki til setunnar boðið... nýta tímann meðan mömmulingurinn mjói sefur með kolbláar kúlur á enni.
Njótið helgarinnar í guðs friði!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Þá er farið að hlána... með tilheyrandi hálkublettum og detteríi... hef reyndar sloppið vel, ég er einhvern veginn þessi týpa sem alltaf er að togna.... men nu er det slut med mig.....
Högni hefur verið svona milli þess að vera veikur og frískur... hvorki fugl né fiskur... en er allur að koma til. Hann er fínn ef ég mæli hann ekki....
Jóhanna Sigrún krúttmunda m.m. eru í heimsókn hjá frænku sinni að jafna sig eftir veikindi helgarinnar. Hún er mjög fyndin og spurul stelpa... allt öðruvísi en Óttar minn Páll sem þó er fæddur sama ár. Hún spurði mig t.d. áðan hvers vegna maður væri með augnabrúnir??? Er þær til að halda augunum uppi???? Fyndin mjög!!!! Nú er hún að horfa á Línu Langsokk sem er svo leiðinleg að hún kemur öðru hverju niður og vill þá ekki horfa, bara hlusta og ath hvað ég er að gera.... langar þá jafnvel í rúsínur eða eitthvað að maula.....
Var beðin að taka að mér dönskukennslu í þrjár vikur 8 tíma á viku. Var alveg til í það og er að bíða eftir að heyra frá skólanum aftur. Búin að redda mér pössun fyrir Högna und alles. Jóna móðursystir mín ætlar að passa hann og það verður sko ekki á kotvísa.
Miðsvetrarpróf eru hjá Aðalsteini mínum sem stendur sig eins og hetja, minna fer nú fyrir árangri hjá Jóhanni mínum en þetta ætlar að ganga seint með lesturinn.... en þolinmæðin þrautir vinnur allar stendur einhver staðar ritað.. og best að trúa því.
Jæja ungfrúin síðhærða vill nú fara að spjalla svo það er best að hætta...
gangið á guðs vegum

föstudagur, janúar 21, 2005

Ég klikka alvega á bóndadeginum.... smellti ekki einu sinni kossi á kinn eiginmannsins sæta... þetta er náttúrlega ekki hægt, maður minn lifandi..... verð að bæta honum þetta upp seinna í dag..
Annars er Högnaskottið eitthvað slappt.... var með hitavellu í gærkvöldi og rauðar kinnar... nú eru einhverjar kommur að færast yfir og hann er enn með rauðar kinnar og hor fyrir allan peninginn, ekki nógu gott. Ætla að sjá til hvernig dagurinn verður hjá honum blessuðum.
Var með hele storfamilien(-ÓV) í mat í gær og var voðalega gaman að hittast. Börnin ná orðið svo vel saman og hafa ofan af fyrir sér sjálf - mikill munur. Svo komu Fjóla og Árni óvænt í heimsókn sem var voða notarlegt, þar sem ég er alltaf ein heima á fimmtudagskvöldum meðan eignmaðurinn ástkæri sparkar bolta með félögunum.
Dagskrá helgar innar er í mótun, pabbi vill endilega halda þorrablót með til heyrandi viðbjóði sem ég er lítt hrifin af... finnst hákallinn góður og hangikjötið en hitt ekkert sem ég get ekki lifað af án, enda er þetta allt fullt af kólesteroli og vibba sem ekki er likamanum neitt nauðsynlegt... men ég mæti nú samt ef af verður.... nú svo langar mig að fara með Aðalstein á Ausu í Borgarleikhúsinu og hver veit nema ég skelli mér með hann í kvöld ef vel vill verkast. Nú sýningin Ég er enginn hommi sem nágrannar mínir standa fyrir er líka áhugaverð.... og svo eigum eftir að sjá Stuðmannamyndina sem er náttúrulega skandall fyrir Stuðmannafan eins og mig.... sum sé úr nógu að moða hvað varðar afþreyingu og skemmtanir fyrir fjölskylduna í Stekkjarhvammi...
Hef það sem af er degi lesið það markverðasta í Mogganum, Fréttablaðinu og textavarpinu svo ég er vel upplýst fyrir þessa helgina. Þótti samt undarleg ummæli formanns SAMFOK um að kennarar ættu að taka til ruslið eftir sig án þess að fá greitt.... er ekki alveg að fatta þetta mál og þoli heldur ekki þegar menn halda að það bæti eitthvað bölið að benda á það annars staðar.... men den tid den sorg.... vona bara að allt sé tiltekið hjá þessari frú!!!!
Megi norrænir guðir vera með ykkur þennan Þorrann....

þriðjudagur, janúar 18, 2005

góður dagur í dag..
hann hófst samt á því að við sváfum yfir okkur eða til kvart í 8 en synirnir eiga að mæta 8.10 í skólann. Var uppi fótur og fit og Jóhann hinn röski var að bursta tennur og búinn að borða þegar Aðalsteinn hinn afslappaði var enn að klæða sig... en hér er það harkan sex svo menn voru pískaðir áfram og viti menn... þeir náðu báðir á undan kennaranum........ annað hvort flugu þeir á englavængjunum einum saman upp í skóla eða kennarnir eru ekki sérlega stundvísir... en nóg um það.
Fór í leikfimi, svo til Guffu og við brugðum okkur á Frendex útsölu þar sem við mátuðum í þriggjamanna klefa með ýmsum mislekkerum og lyktandi frúm... og viti menn greip ég ekki með mér 1 pils, brúnt með leðurreim ægilega lekkert.... 1 jakka bláan að lit sem gengur við allt mjög smart.... 1 kjól sem ég mun héðann í frá kalla textilkjólinn vegna ýmissa útsauma og líninga og síðast ekki ekki síst glæsilegan samkvæmiskjól sem ég ætla henni mömmu minni.... og fyrir þetta borgaði ég 2900 krónur og segi ég og skrifa tvöþúsundogníuhundruðkrónur... góð kaup það.
Nú svo fórum við í hið glæsilega moll Glæsibæ sem hefur nú aldeilis fengið lyftingu og er sko ekkert síðra en smárinn og kringlan.... þar er bakari þar sem hægt er að kaupa dýrindis súpu á 520 kall og fylgir bæði ísl smjör og brauð með.......... já ÁFRAM GLÆSIBÆR........... kom svo heim með snúða handa sonunum sem átu þá með bestu lyst... nú heimalærdómur, sækja, skutla og allir sá pakki tók svo við og nú eru þristurinn og tvisturinn að spila golf í stofunni..... gott að ég er hætt að safna styttum!!!!!!!!!
Kjúlli í kvöldmat, Justing Amy i tívíinu í aften..... bara allt eins og best verður á kosið....
Já, svona er lifið hjá heimavinnandi fjagra barna mæðrum í dag......
Guðsblessuð........

föstudagur, janúar 14, 2005

Ég hef verið að skoða síður vina og vandamanna upp á síðkastið og sé m.a. að frænka mín sem skoraði á mig á sínum tíma að gerast bloggari hefur hótað nokkrum sinnum að hætta að blogga en sem betur fer byrjar hún alltaf aftur. Ég hef sjáf svo sem ekki gefið svona yfirlýsingar þó vangaveltur um tímasóun og tilgang hafi oft komið upp í hugann. En kæru lesendur ef einhverjir eru..... mér finnst svoooooooooo gaman þegar einhver kemur með comment... það er nú aðalkikkið finnst mér.
Systir mín hringi stundum í mig og spyr:
systir: er bjálað að gera,
ég, fjagra barna móðirin:nei ekki svo,
systir: afhverju ertu þá ekki búin að blogga....
Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.... ég skora því á þessa systur mína að commenta!
Annars gegnur lífið hér í hring í það minnsta hjá Högna sem hefur uppgötvað sér til mikillar ánægju að það er hægt að skríða í kringum sófann í stofunni og það sem meira er honum finnst það geðveikt stuð... stundum þarf svo lítið til að gleðja þessar elskur.
Einhvern veginn er ég full af orku og hlakka til helgarinnar, ætla að aðstoða föður minn aldraðan við að flytja á Laugarvatni hvort sem sú hjálp felst í því að mæta á svæðið með allt stóðið eða vera heima með krakkaskarann... það er eiginlega í hans höndum. En gamli maðurinn er að flytja í eitt fallegasta húsið á Laugarvatni nefnilega bustabæinn sjálfan með útsýni fyrir vatnið og det hele, bara eintóm lukka hjá honum.
Jóhann sonur minn og fulltrúi meyjarmerkisins (ásamt gunnu) smurði nesti sitt sjálfur í morgun, nennti ekki að biða eftir föður sínum og fékk sér rúgbrauð með lifrarkæfu og steiktum lauk, setti mellempappir utan um og raðaði í matpakkann sinn, svona gera alltaf Danir mamma!!! Ofurkrútt aldarinnar, svei mér þá, meðan Aðalsteinn stóð berfættur með stýrur í augum og vissi ekki hvað hann ætti næst að gera, fara í sokkana eða fá sér að borða.... augljóslega valvandi vogarinnar!!!!!!!
En litli vatnsberinn minn og skiðmaur er nú kominn með hringlanda af hringskriði svo það er best að ég stoppi þennan leik og gefi okkur afgang af fiskrétti að snæða.
Læt hér fylgja með uppskritina!

2 paprikur gul og rauð
3 tsk olía
2 dl léttsúrmjólk
4 msk léttmæjó
3 tsk karri
1/2 dós grænn aspas
600 g fiskur (ýsuflökin klikka sjaldan)
2dl hrísgrjón villi eller hvad som helst

Hrísgjónin soðið og sett í eldfast mót, fiskur lagður þar á, paprika steikt á pönnu þar sem olían er hituð með karrí (1 tsk), aspasnum raða yfir líka, súrmjólk, mæjó og 2 tsk karry hrært saman og hellt yfir, má krydda með salti og pipar ef þannig vill verkast, sett í ofninn og bakað í 30 mín og etið með salati og kartöflum...ægilega lekkert.... og ég tala nú ekki um hollt og gott...
Guðsblessun í alla bæi..

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Veðrið er yndislegt þessa dagana og ég vildi óska að ég ætti skíði fyrir alla familíuna og væri meira og minna uppi í skálafella að renna mér og njóta þess að vera til, en því miður er slíkur útbúnaður ekki til á þessu heimili, hins vegar eru til tvenn pör af skautum annað nr. 33 og hitt nr. 45, svo það er spurningin um að virkja þá heimilismenn sem slík númer nota.
Aðalsteinn er harðákveðinn í að halda áfram í skylmingum og er það vel. Hafnarfjarðarbær er náttúrulega til fyrirmyndar með að borga niður æfingagjöld fyrir krakka að 12 ára aldri. Þá hefur maður tækifæri á að láta börnin sín prófa hitt og þetta án þess að fara á höfuðið. En það svo bara málið að koma þeim af stað og svo þegar það er komið á fullt þá getur maður pirrast yfir eilífu skutli og sæki fram og til baka.... men með hækkandi sól og minni snjó dustum við bara rykið af hjólunum og sendum þá af stað.
Högninn er bara duglegur og stóð upp um daginn þar sem afinn var eina vitnið en slikt hefur hann síðan látið ógert.... við bíðum spennt eftir að hann standi aftur upp. Óttar Páll neitar að hann sé Hannesson, föður sínum til mikillar armmæðu. Hann gegnur reyndar sjaldan undir eigin nafni og vill láta kalla sig Spædermannnnnn.
Minar frábæru systur komu hér í hádegismat, tælenska súpu og múslibrauð, kaffi og smákökur á eftir, voru þær bara lukkulegar með það og alltaf gaman að hitta þessar elskur.
Nú er bóndinn kominn óvænt með einhverja hillu.............
Í guðs friði............

mánudagur, janúar 10, 2005

Já tíminn líður hratt á gerfihnattaöld/ gervihnattaöld (get ekki ákveðið mig).... dýrt kveðið og hef ég áður notað þetta enda klassískt með eindæmum.
Nema hvað hér eru menn búnir að ná fullri heilsu og er því kátt í höllinni í Hafnarfirði. Maður er búin/búinn (get ekki alveg ákveðið hvort ég er að vísa til mín sem kvk eða kk maður út í bæ!!!) að taka niður jólin og er alltaf hálftómlegt um að litast fyrst um sinn.... drengirnir hófu skólagöngu sína sáttir á nýju ári og koma glaðbeittir heim með rauðar eplakinnar. Jóhann minn er mikill snjókall og vill vera úti að renna daginn út og inn. Hann kom reynar inn í kaffi eins og honum er von og vísa. Ég var eitthvað annað að sýsla svo hann ákvað bara að bjarga sé sjálfur og varð fyrir valinu rúgbrauð með lifrarkæfu og steiktum lauk eins og sönnum Dana sæmir og ekki laust við að maður fengi heimþrá til landsins flata með öllum sínum smörrebrödum og tilbehöri.
Nágrannarnir eru komnir með ofursætan hvolp sem er í allt of stóru skinni, hann er greinilega í miklu umferðarátaki með eigendum sínum því þeir eru alltaf að kenna honum að fara yfir gangbraut... líta til beggja hliða og ath hvort einhver er að koma... fara svo yfir þegar bílarnir stoppa.... ekki amalegur hundur það.... vona bara að hann skíti ekki í grafarholtið....
Nú horfi ég sæl og kát fram á nýtt ár með leikfimi, léttum réttum og yndislegu veðri.... ja það liggur bara svo makalaust ljómandi á mér þessa dagana...
Í guðs friði...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Gleðilegt nýtt ár!
Vegna mikillar veikinda á yngsta busanum á bænum hefur lítið verið bloggað þessi jólin. Gistum á barnaspítla Hringsins á nýju ári en sem betur fer er drengurinn að jafna sig eftir 10 daga influensu A með tilheyrandi útbrotum, bólgum á liðum, eyrnabólgu sem ekki má meðhöndla vegna grunns um pensilínofnæmi, mikinn kláða og háan hita, hitakrampa, sjúkrabíl og nefndu það.... frúin á bænum er því andlaus með öllu, illa sofinn, þreytt og búin á sál og líkama. þakka samt guði fyrir góða heilsu barna minna, get rétt ímyundað mér þær þrautir sem foreldrar langveikra barna þurfa að fara í gegnum. Barnaspitali Hingsins er glæsileg bygging með svo góðri loftrætinarkerfi að mér vara kalt allan tímann sem ég dvaldi þar. Starfsfólk indællt og hjálplegt. En ýmislegt kemur mér enn og aftur á óvart í ísl heilbrigðiskerfi sem ekki verður farið út nánar hér.
Kveðja frá blettatigurnum og mömmu hans...............