Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, desember 24, 2004

Þorláksmessa og allt í messi..... nei bara grín
Nú er bara allt reddí á bænum að undanskildu því að húsmóðirin mun standa við potta og pönnur allan daginn á morgun meðan börnin smá una sér við leik og störf..... rigth....
Annars er jólalegt um að litast hjá okkur í Hvamminum og við lukkuleg með komu jólanna. Synirnir eru að vonum spenntir og Óttar féll í faðm móður sinnar þegar hann leit tréð augum, ljósum skrýtt og þúsundir pakka flæddu fram á golf... svo mikil var hrifning hans af jólakomunni þó svo að hann viti ekkert um Jesúbarnið og þann pakka allan. Högni er hás með frosið hor, er duglegur að skíða og hefur enn sem komið er látið pakka og tré vera. Stóru drengirnir eru sofnaðir, lubbalegir og lúnir. Þeir stefna að því að ná bæði danska og íslenska barnaefninu í fyrramálið .... sum sé ræs hér á bæ upp úr sex takk fyrir..... sé til hvort það gengur upp. Bóndinn er að niðurlotum kominn en ég er að pína hann í að blanda drykk handa okkur svona til að skála fyrir jólakomunni, Þorláki helga og endurmatinu háa á húsinu okkar.... hann er eitthvað að þráast við og vill fara að sofa svo ég verð að hætta hér og skipta mér eitthvað af'essu
Guð gefi lesendum mínum gleðileg jól....

1 Comments:

Blogger B said...

Gleðileg jól til ykkar allra :*
kveðja Bergþóra og Agneta

24. desember 2004 kl. 15:50  

Skrifa ummæli

<< Home