Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, desember 08, 2004

Jæja þá eru það stífar kóræfingar öll kvöld og ekkert minna fram að tónelikunum á laugardaginn. Ég vil endilega hvetja lesara þessa bloggs til að gefa sér stund til að kíkja á þessa tónelika sem verða by the way haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 11. des kl 16 að staðartíma. Um er að ræða tónleika með Kvennakór Hafnarfjarðar, sem ég er í, og karlakórinn Þrestir(fékk ekki inngöngu í hann!!!!). Ægilega jólaleg og falleg dagskrá og fátt yndislegra en að láta ljúfa tóna umlykja sig á sjálfri aðventunni. Inngangseyrir eru 1500 krónur og ókeypis fyrir börn undir tólf ára.

Bóndinn á bænum átti afurmæli í gær, sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Dagurinn hófst á söng og pakkaupptöku með diggri aðstoð Óttars Páls. Svo stóð til að frúin byði manni sínum í hádegismat, hvorki meira né minna en á Hótle Holt. Þurfti þá ekki áðurnefdur bóndi og afmælisbarn að fara á Laugarvatn, Hellu og Hvollsvöll að flytja til, breyta eða leggja niður enn eitt pósthúsið, en loforð um að koma snemma heim til að halda kökuboð með drengjunum var gefið. Um miðjan dag þegar frúin er búin að skreyta köku eftir uppskirft frá ömmu Hansí með blysum, kertum og nafni afmælisbarna (árafjöldi kost því miður ekki fyrir) koma hér gestir og gangandi en því miður ekkert afmælisbarn. Ég, Gunna og Halli Har ásamt börnum okkar sátum því að kræsingunum og létum það ekki á okkur fá þá ekkert væri afmælisbarnið til að hlýða á okkar annars ágæta söng. Þegar gestirnir voru farnir kom þá ekki bóndinn heim með pizzur af ætt Dominos sem vöktu að vonum lukku yngstu kynslóðarinnar hér á bæ. Endaði svo kvöldið á kóræfingu hjá frúnni og þegar hún kom loks heim hás af söng og gleði sefur þá ekki gamli maðurinn fyrir framan sjónvarpið alveg dauðuppgefinn á 37 ára afmælisdeginum sínum.
Já það er erfitt að vera afmælisbarn!!!!!!!!!!!!
Í guðs friði á aðventunni elskurnar mínar.................

1 Comments:

Blogger GUNNA said...

Hannes stóð siog vel sem afmælisbarn, kakan góð og fámennt og góðmennt! Kem á tónleikana á laugardaginn, hlakka mikið til !
GUNNA

9. desember 2004 kl. 10:10  

Skrifa ummæli

<< Home