Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, desember 10, 2004

já jólin nálgast því er ekki að leyna. Hér á bæ hefur þó nokkuð farið fyrir jólaundirbúiningi en þó varð að gera hlé á bakstri eftir að glerið á opnhurðinni sprakk, því sem næst, í andlitið á okkur mæðginunum sem stóðum sárasaklau við bakstur á dögunum. Allir sluppu ómeiddir nema þá einna helst frúin á bænum sem stóð í ströngu við að sópa og ryksjúga glerbrot af öllum stærðum og gerðum, tók það ekki síður á andlega en líkamlega þó skaðinn sé ekki varanlegur. Nema hvað bóndinn hefur nú sett nýtt gler og getum við hafist handa við baksur piparkakna innan ótrúlega skamms tíma með tilheyrandi glassúrskámi.

Við Jóhann fórum til læknis í dag þar sem pilturinn hefur kvartað undan verk í eyra þegar hann er í sundi. Eftir mælingar í öll helstu göt fyrir ofan mitti komst læknirinn að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að drengurinn kafaði mikið - og hann sem hafði einmitt hugsað sér að verða kafari........... sum sé framtíðardraumar piltsins orðnar að engu og hann verður bara aftur að einbeita sér að vörubílaskstri.........

Einhvern veginn verð ég að segja að mér finnst fólk hér á Íslandinu góða mun æstara og jólabrjálæðið meira en hjá baununum. Seríu og ljósadýrðin er svo mikil hér að hver einasti Dani fengi hjartaáfall við tilhugsunina að borga rafmagsreikninginn fyrir desember. Mér finnst líka sumir alveg fara yfir grensurnar með skreytingum sínum.... ég meina þegar Jesúbarnið, jatan, María og meira að segja upplýstur Jósef er kominn upp á þak..... er það ekki too much.... illa settar seríur fara líka ægilega í taugarnar á mér og slöngurnar góðu, geta nú hvern mann drepið, sleppa þó til ef þær eru settar upp af stakri nákvæmni og engir hlykkir og skrykkir eru. Ekki er ástandið í búðunum til að bæta andlega heilsu manns. Verðlagi er náttúrlega ótrúlegt og svo finnst mér auglýsingar um tax free helgar hér og þar eitthvað svo skrýtnar..... af hverju er varan ekki bara alltaf seld án tax free fyrst sá möguleiki er í stöðunni...... mér finnst studnum við neytendur hafðir af fíflum.... hver lætur glepjast af svona..... fólk hleypur til að kaupir allan andskotann og meira til, bara af því það er á afslætti, burt séð frá því hvort það hefur einhver not fyrir hlutina. Áður en maður veit af situr maður uppi með alls kyns glingur, sem var svo ægilega ódýrt, en hvergi er pláss fyrir á heimilinu nema að vera skyldi við hliðina á fótanuddtækinu síðan í fyrra í bílskúrnum. Auðvitað voru alls kyns tilboð í danmörkinni á sínum tíma en einhvern veginn fannst mér þau höfða betur til mín............. kauptu 3 en borgaðu fyrir 2..... og maður lét glepjast og sat lukkulegur með sína 3 hluti sem maður nýtti 2 af, en endaði svo með að henda þeim þriðja...... æ það er samt gaman af þessu jólstússi og maður er ótrúlega fljótur að falla inn í hópinn, fara í Smáralindina, hlaupa eftir tax free tilboðum og jafnvel gengið svo langt að kaupa Birgittu Haukdal dúkku...........
Já lífið er dásamlegt, sérstaklega á tax free-jólunum............

3 Comments:

Blogger Silja said...

Ég tala aldrei við þig aftur ef þú kaupir þessa forljótu Birgittu dúkku.

13. desember 2004 kl. 01:12  
Blogger GUNNA said...

.......ég bara rétt vona að Birgittu-dúkkan sé ekki handa mér !!! Er annars sammála öllu varðandi jólastress og skreytingar landans !
GUNNA SYST

13. desember 2004 kl. 16:56  
Blogger thuridur said...

hvaða hvaða.... er ekki bara hollt fyrir krakka að leika sér með ljótar dúkkur.......... svo finnst mér hún ekkert svo ljót..... en ég hef reyndar ekki enn fjárfest í henni svo hafið engar áhyggjur.....

14. desember 2004 kl. 12:42  

Skrifa ummæli

<< Home