Gleðileg jól!
Mikið var nú gaman á aðfangadag hjá okkur stórfjölskyldinni í Stekkjarhvammi. Drengirnir voru svo fallegir og prúðir að hálfa hefði verið miklu meira en nóg. Óttar Páll, óþægibus og frekjuhundur hafði nefnilega lagt sig um miðjan daginn, vaknaði bara endurnærður klukkan hálf sex og var þá tilbúinn í slaginn. Var etinn hér hamborgarahryggur frá SS sem minnti þó nokkuð á gúmmí en gott meðlæti og ómissandi rauðvínssósa frúarinnar reddaði þessu algjörlega. Hrísgrjónaröndin klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, þó synirnir hafi ekki viljað hana, þá var bara meira eftir handa okkur hjónunum. Pakkaupptaka tók svo við eftir uppvask og steddlll. Óttar var svo lukkulegur með allt sem hann fékk og bædermanbílinn hitti svo í mark að hann fór bara afsíðis og lék sér..... við tókum meira að segja tvær pásur og fengum okkur kaffi og súkkulaði. Hinir synirnir voru líka til fyrirmyndar og lukkulegir með allt sem þeir fengu. Aðalsteini fannst amma Hansí einstaklega smart í fatavali og var hissa að hún vissi alveg hvað væri í tísku.... Jóhann fékk skó sem hann var alsæll með, Högni skildi nú minnst í þessu var ósköp þægur og fallegur, reyndar varð hann svo veikur á jóladag og fékk pensilín, hefur svo verið með háan hita blessaður síðustu daga, en hann ber harm sinn í hljóði og brosir fallegu brosi eins og honum einum er lagið.
Nú frúin fékk gsm síma frá kalli sínum og úr. Gemsinn er svo flókinn og flottur, með alls kyns myndavélum og upptökum sem ég hef ekki hugsað mér að stunda af neinu kappi en skilst að sé alveg nauðsynlegur útbúnaður hjá skvísum sem vilja vera inn..... ég ætlaði nú bara að hringja úr þessu abbarati, men saadan er det......
gamlársdagur á morgun með tilheyrandi sprengjum og látum.. Synirnir urðu fyrir svo slæmri reynslu síðustu áramót að þeim er alveg sama þó ekkert verði keypt á þessum bæ. Pabbinn er hins vegar ákveðinn í að fjárfesta í sprengiefni okkur hinum til mikillar gleði. Ætli Jóhann minn sofni ekki fyrir miðnætti eins og vanalega, það mætti segja mér. Nú er bara að ákveða hvað á að eta, drekka og gera.....
Gangið hægt um gleðinniar dyr þetta síðasta kvöld ársins..........
Guðsblessun
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home