Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, desember 02, 2004

dísös kræst....
Ansi langt síðan ég hef bloggað, búin að fara til Danmerkur und alles í millitíðinni... og svo var i-ið alltaf bilað og það pirraði mig svakalega mikið en nú hefur bóndinn tekið á sig rögg og látið gera við helv. takkann og viti menn frúin getur hafist handa við fyrri iðju.

Nema hvað................... ég fór upp í Húsgagnahöll þar sem hálfgert moll hefur myndast og allt í góðu með það. Ég geng þarna um með syni mína og skoða eitt og annað og það var alls ekki bannað. Eftir rölt og mikið um upplyfingar til að tjékka á verði á ótrúlegustu hlutum í samanburði við verð í Danaveldi, brá ég mér inn í Fífuna. Ég spurði til gamans hvort þeir væru með danska barnavagna sem samstarfskona mín í Álaborg hefur hannað og ég hafði gefið henni upp ýmis heimilsföng á Íslandi til að senda bæklinga um vöru sína og hönnun. Mér verður sem sé á að spyrja afgreiðslukonu sem var ósköp indæl og vissi hún ekki til þess að þessa vöru væri að finna í búðinni. Kemur þá ekki inn einhver karlfuskur og byrjað að ræða þetta mál við mig og segir að dönsku vagnarnir séru svo ljótir að það vilji enginn kaupa þá á Íslandi. Þeir eru kannski fínir fyrir Danina sem eru alltaf í strætó en þeir komast svo illa fyrir í bílum að Íslendingar hafa ekki viljað sjá þessa vagna.... sagði karlinn orðrétt.... og heldur svo áfram.... þeir eru svo ljótir að ekki nokkur maður vill láta sja sig með svona vagna og hann þekki einn sem hafði flutt inn nokkra danska vagna að það vildi bara enginn sjá þá, svo hann gaf bara Barnaspítalanum þá ............ (nógu gott fyrir veiku börnin!!!!!) Mér var nú farið að leiðast undir þessum svívirðingum á danskri hönnun og segi blíðlega, ja ég er ekki alveg sammála þér um að þeir séu ljótir, ég eigi nú svona vagn og hann sé prýði hið mesta. Svo héldi ég að það væri nú heldur kostur en hitt að geta jafnvel ýtt vagninum á undan sér og farið í strætó.... frekar en að vera sífellt að troða honum í bílinn....Nei, karluglan gaf sig ekki og fannst greinilega aðalatriði að vagnarnir kæmust fyrir í jeppum landsmanna..... og sagði að hvorki Svínar né nokkur önnur þjóð en hugsanlega Noður-jótar vildu þessu forljótu vagna... og það væri bara yfirgangur og frekja í Álaborgarkommúnu að krefjast þess að dagmæður notuðu vagna sem væri öruggir og stabílir í stað combívagna (sem eru samsettir vagnar sem auðvelt er að troða inn í Landkrúsera og Legasíur). Á endanum var ég búin að láta þennan karl æsa mig svo upp að ég fór að ræða ýmis öryggismál barna, hvað Íslendingar væru latir og óábyrgir, væru síflellt að troðoa börnum inn í bíla í stað þess að vera úti með þeim, hve verðlagið væri hátt og að vagninn minn væri fallegur............. en þá mundi ég til hvers ég hafði komið í þessa annars ágætu búð og fer með afgreiðslukonunni að skoða hlið fyrir stigann. Sýnir hún mér úrvalið og förum við að ræða stiga almennt, einhverra hluta vegna kemur það fram að ég við höfðum búið í Stangarholtinu og hafði ég þá ekki keypt egg af aldraðir móður þessarar konu sem bjó í sama húsi und alles. Hún varð ægilega glöð og fór yfir ævisögu foreldra sinn og nágranna í nokkrum oðrum og skildum við sem mestu mátar en um leið og ég gekk út úr búðinni sendi ég ljótu karluginni í Fífunni illt auga en afgreiðslukonan blíða er komin á jólakortalistann svei mér þá.......
Svona er lífið í dag............

1 Comments:

Blogger Dísa said...

Loksins...!

3. desember 2004 kl. 20:59  

Skrifa ummæli

<< Home