Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, desember 30, 2004

Gleðileg jól!
Mikið var nú gaman á aðfangadag hjá okkur stórfjölskyldinni í Stekkjarhvammi. Drengirnir voru svo fallegir og prúðir að hálfa hefði verið miklu meira en nóg. Óttar Páll, óþægibus og frekjuhundur hafði nefnilega lagt sig um miðjan daginn, vaknaði bara endurnærður klukkan hálf sex og var þá tilbúinn í slaginn. Var etinn hér hamborgarahryggur frá SS sem minnti þó nokkuð á gúmmí en gott meðlæti og ómissandi rauðvínssósa frúarinnar reddaði þessu algjörlega. Hrísgrjónaröndin klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, þó synirnir hafi ekki viljað hana, þá var bara meira eftir handa okkur hjónunum. Pakkaupptaka tók svo við eftir uppvask og steddlll. Óttar var svo lukkulegur með allt sem hann fékk og bædermanbílinn hitti svo í mark að hann fór bara afsíðis og lék sér..... við tókum meira að segja tvær pásur og fengum okkur kaffi og súkkulaði. Hinir synirnir voru líka til fyrirmyndar og lukkulegir með allt sem þeir fengu. Aðalsteini fannst amma Hansí einstaklega smart í fatavali og var hissa að hún vissi alveg hvað væri í tísku.... Jóhann fékk skó sem hann var alsæll með, Högni skildi nú minnst í þessu var ósköp þægur og fallegur, reyndar varð hann svo veikur á jóladag og fékk pensilín, hefur svo verið með háan hita blessaður síðustu daga, en hann ber harm sinn í hljóði og brosir fallegu brosi eins og honum einum er lagið.
Nú frúin fékk gsm síma frá kalli sínum og úr. Gemsinn er svo flókinn og flottur, með alls kyns myndavélum og upptökum sem ég hef ekki hugsað mér að stunda af neinu kappi en skilst að sé alveg nauðsynlegur útbúnaður hjá skvísum sem vilja vera inn..... ég ætlaði nú bara að hringja úr þessu abbarati, men saadan er det......
gamlársdagur á morgun með tilheyrandi sprengjum og látum.. Synirnir urðu fyrir svo slæmri reynslu síðustu áramót að þeim er alveg sama þó ekkert verði keypt á þessum bæ. Pabbinn er hins vegar ákveðinn í að fjárfesta í sprengiefni okkur hinum til mikillar gleði. Ætli Jóhann minn sofni ekki fyrir miðnætti eins og vanalega, það mætti segja mér. Nú er bara að ákveða hvað á að eta, drekka og gera.....
Gangið hægt um gleðinniar dyr þetta síðasta kvöld ársins..........
Guðsblessun

föstudagur, desember 24, 2004

Þorláksmessa og allt í messi..... nei bara grín
Nú er bara allt reddí á bænum að undanskildu því að húsmóðirin mun standa við potta og pönnur allan daginn á morgun meðan börnin smá una sér við leik og störf..... rigth....
Annars er jólalegt um að litast hjá okkur í Hvamminum og við lukkuleg með komu jólanna. Synirnir eru að vonum spenntir og Óttar féll í faðm móður sinnar þegar hann leit tréð augum, ljósum skrýtt og þúsundir pakka flæddu fram á golf... svo mikil var hrifning hans af jólakomunni þó svo að hann viti ekkert um Jesúbarnið og þann pakka allan. Högni er hás með frosið hor, er duglegur að skíða og hefur enn sem komið er látið pakka og tré vera. Stóru drengirnir eru sofnaðir, lubbalegir og lúnir. Þeir stefna að því að ná bæði danska og íslenska barnaefninu í fyrramálið .... sum sé ræs hér á bæ upp úr sex takk fyrir..... sé til hvort það gengur upp. Bóndinn er að niðurlotum kominn en ég er að pína hann í að blanda drykk handa okkur svona til að skála fyrir jólakomunni, Þorláki helga og endurmatinu háa á húsinu okkar.... hann er eitthvað að þráast við og vill fara að sofa svo ég verð að hætta hér og skipta mér eitthvað af'essu
Guð gefi lesendum mínum gleðileg jól....

föstudagur, desember 17, 2004

Já, langt er milli blogga hjá frúnni... en um er að kenna önnum við akkúrat ekki neitt.....
Reyndar hafa hér verið pestar... aldrei þesu vant, en þristurinn á bænum hefur nælt sér í einhvern óþverra og er kominn á pensilín..... sem engan veginn er hægt að koma niður í kauða nema með formælingum og mútum..... súrmjólk með 5 ml af pensilíni á móti 5 jólapúkahlaupum..... já það er af sem áður var þegar ekkert sælgætið var á mínum bæ......... Aðalsteinn, frumburður minn og stolt, fékk sitt fyrsta nammi þegar hann var 4ra ára.... og geri aðrir betur... móðirin unga (á þeim tíma) lét sig ekki muna um að skafa með ostaskera súkkulaðið af íspinnunum og þótti mörgum nóg um... en nóta bene þá átti hún einungis einn son en ekki fjóra.... en þetta er liðin tíð... ef nota þarf nammi tilað koma niður fokvondu og rándýru pensilíni þá geri ég það með glöðu geði og gott betur.
Hef verið að huga að atvinnumálum og ætti ég að geta fengið vinnu eftir áramót ef ég vil. Hins vegar er það ekki möguleiki að ég fái dagmóður í hafnarfirði, hef nú þegar hringt í 22 dagmæður og einungis 8 vildu setja mig á listann hjá sér. Aðalsteinn, títtnefndur frumburður og stolt, fann til í hjartanum og skildi ekkert í því afhverju þessar konur vildu ekki passa bróður hans. Hafa þær ekki séð hvað hann er sætur og góður mamma... reyndu eina enn, og svo þegar enn ein neitunin kom fylltust stóru augun af tárum... mamma við getum ekki látið einhverja konu í garðabæ eða reykjavík passa hann högna..... nei þar dregur maður mörkin.... þannig ef þið lesendur góðir vitið um einhvern sem er að passa börn og vill fá sérlega þægan og fallegan dreng til að gæta þá látið mig endilega vita.
Ástandið er því ekki nógu gott í þessum efnum, nú fyrir svo utan það að ég á ekki rétt á atvinnuleysisbótum hér á landi þrátt fyrir vinnuþrælkun síðan ég var 16 ára.... það fer einnig geðveikt í taugarnar á mér að ég fái ekki pössun, en samt ekki atvinnuleysisbætur ef ég er heima og svo videre............ hér þarf greinilega að taka til hendinni í samfélaginu þar sem ungir þingmenn hafa aldrei verið fleiri á þingi, en minnst gert fyrir sitt fólk, það er ungar barnafjölskyldur sem eru á útgjaldamesta tímabili lífs síns.... svei mér þá, mér væri best varið í þingstörf...., ja í það minnsta í bæjarstjórn á Bakkafirði þar sem einungis 3 familíur búa.
Baðbombur kom sveinki með í skóinn í nótt. Jóhann gerði sér stax grein fyrir að sveinka hefur ekki litist á draslið og drulluna hjá þeim bræðrum og bent þeim þar með fínlega á að taka til með að gefa þeim baðbombur. Aðalsteinn vill meina að þetta séu kerti, það myndi ekki nokkur jólasveinn gefa strákum baðbombur!!!!!! og Óttar lasarus var yfir sig sæll með golfboltann sem jólasveinninn gaf honum og ekki verra hvað hún ilmar vel!!!!
já svona er Hafnarfjöður í dag.....
Í guðsfriði...

laugardagur, desember 11, 2004

!
Tónleikar
Kvennakórs Hafnarfjarðar
ásamt karlakórnum Þröstunum
í dag kl. 16
í Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði,
stjórnandi Hrafnhildur Blomsterberg
inngangseyrir er 1500 krónur
ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára
Hvet ykkur að koma og eiga notarlega jólastund
með ljúfum jólatónum.

föstudagur, desember 10, 2004

já jólin nálgast því er ekki að leyna. Hér á bæ hefur þó nokkuð farið fyrir jólaundirbúiningi en þó varð að gera hlé á bakstri eftir að glerið á opnhurðinni sprakk, því sem næst, í andlitið á okkur mæðginunum sem stóðum sárasaklau við bakstur á dögunum. Allir sluppu ómeiddir nema þá einna helst frúin á bænum sem stóð í ströngu við að sópa og ryksjúga glerbrot af öllum stærðum og gerðum, tók það ekki síður á andlega en líkamlega þó skaðinn sé ekki varanlegur. Nema hvað bóndinn hefur nú sett nýtt gler og getum við hafist handa við baksur piparkakna innan ótrúlega skamms tíma með tilheyrandi glassúrskámi.

Við Jóhann fórum til læknis í dag þar sem pilturinn hefur kvartað undan verk í eyra þegar hann er í sundi. Eftir mælingar í öll helstu göt fyrir ofan mitti komst læknirinn að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að drengurinn kafaði mikið - og hann sem hafði einmitt hugsað sér að verða kafari........... sum sé framtíðardraumar piltsins orðnar að engu og hann verður bara aftur að einbeita sér að vörubílaskstri.........

Einhvern veginn verð ég að segja að mér finnst fólk hér á Íslandinu góða mun æstara og jólabrjálæðið meira en hjá baununum. Seríu og ljósadýrðin er svo mikil hér að hver einasti Dani fengi hjartaáfall við tilhugsunina að borga rafmagsreikninginn fyrir desember. Mér finnst líka sumir alveg fara yfir grensurnar með skreytingum sínum.... ég meina þegar Jesúbarnið, jatan, María og meira að segja upplýstur Jósef er kominn upp á þak..... er það ekki too much.... illa settar seríur fara líka ægilega í taugarnar á mér og slöngurnar góðu, geta nú hvern mann drepið, sleppa þó til ef þær eru settar upp af stakri nákvæmni og engir hlykkir og skrykkir eru. Ekki er ástandið í búðunum til að bæta andlega heilsu manns. Verðlagi er náttúrlega ótrúlegt og svo finnst mér auglýsingar um tax free helgar hér og þar eitthvað svo skrýtnar..... af hverju er varan ekki bara alltaf seld án tax free fyrst sá möguleiki er í stöðunni...... mér finnst studnum við neytendur hafðir af fíflum.... hver lætur glepjast af svona..... fólk hleypur til að kaupir allan andskotann og meira til, bara af því það er á afslætti, burt séð frá því hvort það hefur einhver not fyrir hlutina. Áður en maður veit af situr maður uppi með alls kyns glingur, sem var svo ægilega ódýrt, en hvergi er pláss fyrir á heimilinu nema að vera skyldi við hliðina á fótanuddtækinu síðan í fyrra í bílskúrnum. Auðvitað voru alls kyns tilboð í danmörkinni á sínum tíma en einhvern veginn fannst mér þau höfða betur til mín............. kauptu 3 en borgaðu fyrir 2..... og maður lét glepjast og sat lukkulegur með sína 3 hluti sem maður nýtti 2 af, en endaði svo með að henda þeim þriðja...... æ það er samt gaman af þessu jólstússi og maður er ótrúlega fljótur að falla inn í hópinn, fara í Smáralindina, hlaupa eftir tax free tilboðum og jafnvel gengið svo langt að kaupa Birgittu Haukdal dúkku...........
Já lífið er dásamlegt, sérstaklega á tax free-jólunum............

miðvikudagur, desember 08, 2004

Jæja þá eru það stífar kóræfingar öll kvöld og ekkert minna fram að tónelikunum á laugardaginn. Ég vil endilega hvetja lesara þessa bloggs til að gefa sér stund til að kíkja á þessa tónelika sem verða by the way haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 11. des kl 16 að staðartíma. Um er að ræða tónleika með Kvennakór Hafnarfjarðar, sem ég er í, og karlakórinn Þrestir(fékk ekki inngöngu í hann!!!!). Ægilega jólaleg og falleg dagskrá og fátt yndislegra en að láta ljúfa tóna umlykja sig á sjálfri aðventunni. Inngangseyrir eru 1500 krónur og ókeypis fyrir börn undir tólf ára.

Bóndinn á bænum átti afurmæli í gær, sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Dagurinn hófst á söng og pakkaupptöku með diggri aðstoð Óttars Páls. Svo stóð til að frúin byði manni sínum í hádegismat, hvorki meira né minna en á Hótle Holt. Þurfti þá ekki áðurnefdur bóndi og afmælisbarn að fara á Laugarvatn, Hellu og Hvollsvöll að flytja til, breyta eða leggja niður enn eitt pósthúsið, en loforð um að koma snemma heim til að halda kökuboð með drengjunum var gefið. Um miðjan dag þegar frúin er búin að skreyta köku eftir uppskirft frá ömmu Hansí með blysum, kertum og nafni afmælisbarna (árafjöldi kost því miður ekki fyrir) koma hér gestir og gangandi en því miður ekkert afmælisbarn. Ég, Gunna og Halli Har ásamt börnum okkar sátum því að kræsingunum og létum það ekki á okkur fá þá ekkert væri afmælisbarnið til að hlýða á okkar annars ágæta söng. Þegar gestirnir voru farnir kom þá ekki bóndinn heim með pizzur af ætt Dominos sem vöktu að vonum lukku yngstu kynslóðarinnar hér á bæ. Endaði svo kvöldið á kóræfingu hjá frúnni og þegar hún kom loks heim hás af söng og gleði sefur þá ekki gamli maðurinn fyrir framan sjónvarpið alveg dauðuppgefinn á 37 ára afmælisdeginum sínum.
Já það er erfitt að vera afmælisbarn!!!!!!!!!!!!
Í guðs friði á aðventunni elskurnar mínar.................

fimmtudagur, desember 02, 2004

dísös kræst....
Ansi langt síðan ég hef bloggað, búin að fara til Danmerkur und alles í millitíðinni... og svo var i-ið alltaf bilað og það pirraði mig svakalega mikið en nú hefur bóndinn tekið á sig rögg og látið gera við helv. takkann og viti menn frúin getur hafist handa við fyrri iðju.

Nema hvað................... ég fór upp í Húsgagnahöll þar sem hálfgert moll hefur myndast og allt í góðu með það. Ég geng þarna um með syni mína og skoða eitt og annað og það var alls ekki bannað. Eftir rölt og mikið um upplyfingar til að tjékka á verði á ótrúlegustu hlutum í samanburði við verð í Danaveldi, brá ég mér inn í Fífuna. Ég spurði til gamans hvort þeir væru með danska barnavagna sem samstarfskona mín í Álaborg hefur hannað og ég hafði gefið henni upp ýmis heimilsföng á Íslandi til að senda bæklinga um vöru sína og hönnun. Mér verður sem sé á að spyrja afgreiðslukonu sem var ósköp indæl og vissi hún ekki til þess að þessa vöru væri að finna í búðinni. Kemur þá ekki inn einhver karlfuskur og byrjað að ræða þetta mál við mig og segir að dönsku vagnarnir séru svo ljótir að það vilji enginn kaupa þá á Íslandi. Þeir eru kannski fínir fyrir Danina sem eru alltaf í strætó en þeir komast svo illa fyrir í bílum að Íslendingar hafa ekki viljað sjá þessa vagna.... sagði karlinn orðrétt.... og heldur svo áfram.... þeir eru svo ljótir að ekki nokkur maður vill láta sja sig með svona vagna og hann þekki einn sem hafði flutt inn nokkra danska vagna að það vildi bara enginn sjá þá, svo hann gaf bara Barnaspítalanum þá ............ (nógu gott fyrir veiku börnin!!!!!) Mér var nú farið að leiðast undir þessum svívirðingum á danskri hönnun og segi blíðlega, ja ég er ekki alveg sammála þér um að þeir séu ljótir, ég eigi nú svona vagn og hann sé prýði hið mesta. Svo héldi ég að það væri nú heldur kostur en hitt að geta jafnvel ýtt vagninum á undan sér og farið í strætó.... frekar en að vera sífellt að troða honum í bílinn....Nei, karluglan gaf sig ekki og fannst greinilega aðalatriði að vagnarnir kæmust fyrir í jeppum landsmanna..... og sagði að hvorki Svínar né nokkur önnur þjóð en hugsanlega Noður-jótar vildu þessu forljótu vagna... og það væri bara yfirgangur og frekja í Álaborgarkommúnu að krefjast þess að dagmæður notuðu vagna sem væri öruggir og stabílir í stað combívagna (sem eru samsettir vagnar sem auðvelt er að troða inn í Landkrúsera og Legasíur). Á endanum var ég búin að láta þennan karl æsa mig svo upp að ég fór að ræða ýmis öryggismál barna, hvað Íslendingar væru latir og óábyrgir, væru síflellt að troðoa börnum inn í bíla í stað þess að vera úti með þeim, hve verðlagið væri hátt og að vagninn minn væri fallegur............. en þá mundi ég til hvers ég hafði komið í þessa annars ágætu búð og fer með afgreiðslukonunni að skoða hlið fyrir stigann. Sýnir hún mér úrvalið og förum við að ræða stiga almennt, einhverra hluta vegna kemur það fram að ég við höfðum búið í Stangarholtinu og hafði ég þá ekki keypt egg af aldraðir móður þessarar konu sem bjó í sama húsi und alles. Hún varð ægilega glöð og fór yfir ævisögu foreldra sinn og nágranna í nokkrum oðrum og skildum við sem mestu mátar en um leið og ég gekk út úr búðinni sendi ég ljótu karluginni í Fífunni illt auga en afgreiðslukonan blíða er komin á jólakortalistann svei mér þá.......
Svona er lífið í dag............