Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, nóvember 12, 2004

Meiri snjó meiri snjó meiri snjó..... syngja börnn kát í dag og eru bræður búnir að dúða sig upp í alls kyns úlpur og vettlinga, ullarsokkar og trefla... og viti menn fá kakó og piparkökur þegar inn er komið eftir 10 mín útiveru...... já svona er ungdómurinní dag... ekki eins og maður sjálfur, ó nei, maður hékk fastur við snúrustaurana í Víðilundinum tímunum saman þegar maður ætlaði aðeins að fá sér smá af klakanum sem þar var..... annað hvort var að slíta tunguna af og segja ekki orð það sem eftir væri ævinnar eða að hanga þarna á snúrustaurnum þanað til einhver kom manni til bjargar með volgt vatn eða maður másaði og blés þar til tungan losnaði. Nei 10 mínútna útivera var alveg nógu stór skammtur fyrir mína syni í dag og þeim fannst þeir svo sannarlega verðskulda kakó eftir svaðilförina út fyrir forstofuhurðina.....
Nú sitja þessar elskur, sem ég ímynda mér að séu með rauðar eplakinnar, við elshúsborðið og læra, móðirn búin að skamma Aðalstein fyrir illa unnið verk og Jóhann er kominn með varaþurrk af útumsleikjum af vandvirkni. Samt er Aðalsteinn minn svo duglegur og Jóhann fljótfær... en maður gerir kannski of miklar kröfur til elsta barnsins.... það vilja alla veganna systur mínar meina.... engar kröfur voru víst gerðar til mín... kannski ekki nema von að þær létu sem þær sæju mig ekki þegar ég hékk tímunum saman frosin við snúrustaurinn í gamla daga.....
Gangið á manbroddum á guðsvegum þessa helgina, elskurnar!!!!!!!!!!!

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Ég hef talið mig til betri og þolinmóðra kennara en morgunstund með sonunum sætu við lærdóm hefur tekið mjög á taugar mínar svo ekki sé meira sagt. Nú er nefnlega engin miskunn á mínum bæ, morgnarnir skulu nýttir til lærdóms, íslensku og stærðfræði og kannski einhver danska til gamans. Synirnr eru svona la la lukkulegir með þessa ákvörðun móðurinnar en láta sig hafa þetta.
Hannes er farinn úr bænum eina ferðina enn og mun sjást hér í mýflugnamynd á miðvikudag en fer aftur á fimmtudag og heim seinnipartinn á föstudag. Maður verður því orðinn þokkalega kofaveikur eftir þessa vikuna. Annars er veður gott og manni ekkert til fyrirstöðu að ganga úti eða spóka sig á betri stöðum í bænum.
Höginn þótti rauður í hálsi, eyrum og augum og var settur á pensilín med det samme. Hann á ekki í neinum vandræðum með að koma meðalinu niður, bara smjattar á þessu eins og hverju öðru sem að honum er rétt.
Hins vegar tekur það á mig að rita þennan texta þar sem takkinn með i-inu er dottinn af, og er það hald manna að Óttar óþægibus nr. 1 hafi verið þar að verki. Ég nenni því ekki að pikka inn meira í dag nema maður noti bara y-ið í staðinn. Það tók mig t.d. 20 mín að pikka þetta rugl inn.... svo nú er ég hætt..........
Ý guðs fryðy.........

mánudagur, nóvember 08, 2004

Þá er bloggpásu minni lokið í það minnsta í bili. Nema hvað, veður er úti vott og allt orðið meira og minna að klessu. Hringt var í Hannes í dag og hann beðinn um að sækja Jóhann í skólann þar sem hann væri orðinn veikur.... móðirin hins vegar var í Fjarðarkaupaum og einhver ný hringing á símanum svo hún heyrði hvorki né sá neitt nema glingrið og sætindin í búðinni. Þegar heim var komið var nú prinsinn ekkert ægilega kvalinn en einhver magakveisa hefur verið að ganga í bekknum, það er bara að vona að börnin séu ekki komin með matareitrun af matnum frá SS. Ja, það væri það.
Aðalsteinn frumburður okkar og gullmoli fór í tveggja daga skátaútilegu um helgina og kom bara brattur með sig heim, búinn að vera í sömu fötunum allan tímann og var vægast sagt súr á fótum en sæll í lund svo það er fyrir öllu. Enda lítið mál í dag að henda öllu í þvottavélina og þurrkarann þar á eftir. Ég man að þegar ég fór í mína fyrstu alvöru skátaútilegu, sem var ekki á ómerkari stað en Fálkafell fyrir ofan Akureyri, var ég með svo mikinn farangur að ég datt aftur fyrir mig eins og skjaldbaka þegar bakpokinn var settur á bakið á mér. Hvort pokinn var svona þungur eða ég svo lítil og létt er vafamál, í það minnsta bar ég ekki sjálf þann poka. Svo held ég að ég hafi verið andvaka allan tímann, einhverjir hafi sífellt verið að búa til draugagang og sögur sagðar af hauslausum hermönnum og guð má vita hvað. Samt var þetta viss stemmning og maður hlakkaði til næstu ferðar líkt og Aðalsteinn minn gerir nú.
Ég vona að kennara segi nei við þessari ömurlegu miðlunatillögu sem felur eingöngu í sér lækkun og leiðindi eftir 6 vikna verfall. Hvað gerist svo á eftir er ég ekki alveg viss um, einhver segir að sett verði lög á kennara.... er det nu ikke lidt for meget......... og hvað gerist þá..... fólk hörfar úr stéttinni og börnin okkar (sem blessað verkfallið okkar bitnar á) fá hundóánægða og ómögulega kennara til að sjá um þá hlið uppeldisins sem við nennum ekki.......... nei framtíðan er ekki björt en vonandi kemur bráðum betri tíð með blóm í haga...
Þórólfur er nú enn eitt heita málið í samfélaginu í dag. Blessaður maðurinn, hann líður örugglega miklar sálarkvalir af samvikuleysi en getur samt engan veginn gert það upp við sig sjálfur hvort hann eigi að segja af sér eða ekki. Mér er skítsama hvað hann gerir, það er algjörlega hann sjálfur sem ákveður hvað hann gerir... finnst hallærislegt að vera að velta því eitthvað fyrir sér, maður á að ganga hreint til verks... og úr því sem komið er og hann ekki enn búinn að ákveða hvort hann ætli að segja af sér eður ei, veðrur hann þá ekki bara að dóla þetta áfram, biðja alla afsökunar, versla við Atlandsóliu og halda áfram að vera þokkafullur og sætur..... hann er örugglega í voginni....
Óttar Páll, miðjubarn með meiru og óþægibus nr. 1 á heimilinu er kominn í nýtt rúm. Sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir það að undanfarnar 3 nætur hefur hann alls ekki verið í þessu umrædda rúmi þegar foreldrar hans er að taka á sig náðir eftir að hafa hrotið í sítthvoru horninu á hornsófa dauðans í klukkutíma per kvöld.... Blessað barnið liggur eins og skotinn á gólfinu í herberginu, límdur með sinn sveitta og þvala maga á bókahrúgu, legóklubbum og actionköllum af öllum stærðum og gerðum. Hann hreinlega dettur út úr rúminu og enginn verður var við það, ekki einu sinni hann sjálfur... vona að til þess komi ekki að barnið sofi alla nóttina á gólfinu einu saman....
Högninn er sætur með hor út á kinn og doldið andfúll finnst mér af ekki eldri karlmanni að vera... á enn og aftur tíma á læknavaktinni með hann í dag, sem er sko annar kapituli út af fyrir sig af hverju ég fæ engan heimilislækni í þessu annars ágæta bæjarfélagi... ætla að láta tjékka á guttanum þar sem streftakokkar hafa kvatt sér húsa hér og við á leiðinni til fyrirheitna landsins í næstu viku.
En nú er kominn kaffitími að sögna Jóhanns sem er í meyjarmerkinu og þá er enginn miskunn... spurnig um að velja kannski næsta borgarstjóra eftir stjörnumerki....
Í guðs friði
Þura og ég er LJÓN

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Er með hausverk dauðans.... við Högni fengum okkur smá kríu áðan og það eina sem ég uppskar af því er hausverkur og bóla á höku......
Annars er friður í húsinu og allt í drasli, er sennilega haldin verkkvíða því ég nenni hreinlega ekki að byrja á neinu....
Högni er orðinn dálítill gaur og hefur uppgötvað að hann hefur sterka og áhrifamikla rödd. Nú, ef hann beitir henni af öllu afli þá kemur alltaf einhver að tala við hann og veitir honum athygli.... greinilega afburða skýr drengurinn!!!!!!!!!!!!!! Hann er líka að myndast við að skríða og gnístir sínum fjórum tönnum alveg vilt og galið......
Hef verið að spá í fyrir hvern ég er að blogga, er það fyrir sjálfa mig eða lesendur... annars veit maður svo sem ekki hvort nokkur lesi það sem maður skirfar, stundum finnst mér ég skulda blogg og þá fer ég að velta fyrir mér hverjum ég skulda.... mér eða hinum.... kannski maður ætti bara að nýta tímann betur til heimilistarfa og láta sér næga að hugsa hlutina, svei mér þá ég veit það ekki... en nú er Högni að íllskast þetta lika ægilega og hljóðin koma alveg neðan úr maga svei mér þá.... best að sinna honum og hætta þessu bloggi í það minnsta í bili.
Í guðs friði.....

mánudagur, nóvember 01, 2004

Jæja þá er nú lifið farið að ganga sinn vanagang, drengir vaktir og sendir í skóla og frúin nýtur þess að fá sér Melroses te, bæði með sykri og mjólk, meðan hún les fréttablaðið. Högni ákvað líka að taka þátt í þessum nýju siðum og vakaði með bræðrum sínum í morgun. Jóhann minn var doldið úldin enda var hann á körfuboltaleik með pabba sínum í gærkveldi.
Ég fór strax á rand í morgun, fór í kaffi til Guffu, hitti kellingar og át vínarbrauð.
Á laugardagskvöld fórum við hjónin á árshátíð Íslandspósts og verð ég bara að segja að ég leit óvenju vel út, var bara í dragsíðu fjólubláu pilsi með Abba-lúkkið í hárinu, hálsmen og lokka í stíl og bara óvenju glæsileg. Skemmti mér konunglega, dansaði við kallinn minn og svo bauð tvífari Steav Wartin mér upp en ég afþakkaði því ég var að bíða eftir að Prat Bitt léti sjá sig. Bítlavinafélagið ásamt Stebba Hilmars hélt uppi stuðinu á ballinu og var enginn svikinn af þeim.
Í gær fóru 3/4 sonanna í bíó og svo í kaffi til tengdó sem engann svíkur með vöfflum og tilbehör. Sum sé góð helgi og vikan lofar góðu.
Gangið á guðs vegum....