Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, september 15, 2004

skolli er langt síðan maður hefur bloggað. Hef nefnilega verið að bíða eftir því að minnsti stjórnmálaflokkurinn í landinu fengi æðsta embættið sem er svo þegar til kastana kemur ekkert draumadjobb í huga Halldórs....
Nú Einar Þorstensson forstjóri Íslandspósts hætti sem forstjóri, þar sem það stefndi í methagnað á árinu og honum fannst því tímabært að yfirgefa skipið.... ja það sem sumir eru góðhjartaðir, einn endar í valdamikludjobbi sem hann er ekkert hrifinn af og hinn fer frá fyrirtækinu þegar best gengur til að leyfa örðum að njóta sín.
Hér á bæ er allt við það sama. Frúin á bænum eyðir (ja eða nýtir, eftir því hvernig á það er litið) um 2 tíma á dag við heimalærdóm með drengjunum og ég spyr mig oft á dag að því hvernig fara forelrar að þar sem báðir vinna úti... Erum við ekki eitthvað að miskilja þetta. Mig minnir að heimalærdómur hafi komist á þegar farkennarar voru á ferð um sveitir landsins og komu ekki á hvern bæ nema mesta lagi einu sinni í mánuð og því áttu börnin að læra eitthvað sjálf í millitíðinni. Svo hefur þetta einhvern veginn fests við í skólakerfinu. Við erum alltaf að lengja skóladaginn og skólaárið hjá blessuðum börnunum og svo bætum við líka við heimalærdómi, þannig að þessi stutta stund sem foreldar eiga með börnum sínum frá því að vinnutíma lýkur og þar til kemur að sveftíma barnanna er gjörsamlega eyðilagður með áminningum, nöldri og tuði um hvort barnið sé búið að læra heima, í staðinn fyrir að stuðla að fjölskylduvænum samverustundum s.s að fara í Smáralindina og Kringluna þar sem hægt er að skilja börnin eftir í glensi og gríni fyrir hálf mánaðarlaun.... nei grínlaust þetta er ekki alveg að gera sig.
Annars er Högninn farinn út í vagn að hvíla lúin bein, því það tekur á að sitja og leika sér tímunum saman ég tala nú ekki um þegar menn eru sífellt að slá sér á lær eins og hann gerir í tíma og ótíma. Svo er bolginn efri gómur og eitthvað að gerast líka í neðri, hann verður sennilega altenntur áður en langt um líður.
Kennurunum finnst Jóhann ansi stutt á veg kominn og ætla að láta athuga hann eitthvað betur. Það er bara gott mál , enda við boðin og búin til að gera allt til að hjálpa honum. Fyndnast af öllu er að hann gerir sér engan veginn grein fyrir að hann sé eitthvað öðruvísi en hinir, finnst við eitthvað smásmugulega að gera athugasemdir við að hann segi l í staðinn fyrir r... ég meina allir hafa sína sérstöðu og því má hann ekki vera eins og hann er.... en auðvitað er rétt að rannsaka guttann og komast að því hvort eitthvað meira en smámælgi og lítil stafakunnátta sé að.
Tifið í stofuklukkunni er að verða óbærilegt, best að keikja á útarpinu í þeirri von að tískulöggan hjá Gesti vini mínum Einari sé búin að koma í þáttinn, sú lögga er óendanlega leiðinleg og getur alveg eyðilagt hjá manni daginn ef því er að skipta.
Gangið á guðs vegum!!!!!!!!!!

1 Comments:

Blogger GUNNA said...

....alveg er ég hjartanlega sammála þér um heimalærdóminn, við vinnum bæði úti og þetta er hreinasta helv...þó er bara einn í skóla af 3, ég get ekki beðið eftir að hafa 3 heimalærdóma á dag!!!!
GUNNA SYST

15. september 2004 kl. 17:04  

Skrifa ummæli

<< Home