Þoli ekki svona veður sem er ekki greiðsluhelt, maður sléttar á sér hárið og þegar maður er kominn inn í bíl er maður kominn með permanett sem Donna Sommer væri vel sæmd af. Annars hef ég ekki farið út fyrir hússins dyr í dag og mun sennlega ekki gera. Í dag er ég að passa þrjú systkini þar af eina bleika stelpu sem er nú ekki leiðinlegt.... Sölvi, Jökull og Þórhildur mættu hér í bítið og eru voða þæg og góð. Það geta ekki margar 6 barna mæður setið við tölvuna og bloggað í rólegheitum. Högni er sofnaður og Þórhidlur er uppi hjá drengjunum að skoða dótið og skíða um og stríða þeim. Ætla brátt að setja hana úti í vagninn og legg mig jafnvel sjálf þá.......
En nú er friðurinn úti og ég bið guð að vera með ykkur!!!!!!!!!!!
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
1 Comments:
Hva á ekkert að blogga í dag...
Kveðja frá bóndanum sem er farinn að kíkja á bloggið í vinnunni
Skrifa ummæli
<< Home