Nú eru nær öll blöðin af runnanum í garðinum fokin út í veður og vind í orðsins fyllstu merkingu. Verkfallið heldur áfram og synirnir skilja ekki neitt í neinu. Aðalsteinn er alltaf að reikna út hvenær væri best að verkfallið leystist með tillit til tölvutímans á stundarskránni, heldur greinilega að skipulagið rúlli þótt enginn sé skólinn. Annars er mesta furða hvað þessi grey eru duglegir að leika sér saman. Búið er að taka til í herberginu hátt og lágt og kaupa ógeðslega grænaTurtleskalla sem er aðalhittið núna. Óttar Páll hinn duglegi er hættur á bleyju og gerir nú bæði lítið og stórt eins og hver annar heimilismaður. Þær á leikskólanum eru reyndar ekki alveg að höndla það en ég vona að þær fari nú að gefa sig. Hann kemur heim af róló hér í hverfinu til að pissa og því ætti hann ekki líka að gera það á leikskólanum????????? Högni er kominn með eina ofurkrúttlega tönn og fleiri eru á leiðinni. Hann er að vonum ofurkrútt og slær bræðrum sínum við í þessum efnum sem og öðrum hvað varðar dugnað og þroska. Hann etur grænmeti eins og íþrottaálfurinn og sýpur mjólk af glasi. Er óendanlega sætur og þægur þessi elska, væri til í hundrað svona í viðbót svei mér þá.
Afmælisveilsa Gunnu fór vel fram og skemmti ég alveg frábærlega vel. Var glatt á hjalla og góðar veitingar og fékk hún sannarlega margt góðra gjafa, alls kyns snyrti-, nudd- og heilsuvörur, umhverfisvænar matvörur og guð má vita hvað. Hún sjálf var náttúrulega ægilega fín og sæt og ber aldurinn betur en margur annar.
Óskaplega ætlar hann að rigna í dag, en Helgi Björns söng einhvern tímann mér finnst rigningin góð nanananaaaa og hóooo, verð ég að draga orð þessa annars ágæta söngvara í efa, því íslensk rigning er afar sjaldan svona kvikmyndarigning eins og í Dansing in the rain þar sem fólk skvetti og dansaði í pollum og pyttum með bros á vör og gleði í hjarta. Í hvert sinn sem ég stíg í polla bölva ég rigningunni og hóta sjálfri mér því að láta tískuna lönd og stönd og fara í gúmmistígvélin hvítu, næst þegar ég yfirgefið húsið.
Megi veðurguðirnir vera með ykkur
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
1 Comments:
....íslensk rigning er oftast lárétt og þrýstist með rokinu inn fyrir öll klæði, - óþolandi, - ekkert sungið og dansað þá !! Bræður eru allir ofurkrútt enginn vafi...
Gunna
Skrifa ummæli
<< Home