Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, september 08, 2004

Ljótt með hitamælinn.... hann var stilltur á mælingar á hitastigi innan dyra svo það er ekki að undra að frúin væri hissa yfir veðurblíðunni...
Það var ósköp gaman fyrir norðan þó tilefnið hafi verið jarðarför. Það er svo gaman að hitta alla ættingjana og rifja upp góða tíma í Holti og hlusta á pabba segja sögur frá því hann var að alast upp. Reyndar var þetta fullmikil keyrsla á laugardaginn og ég var alveg búin á sál og líkama, með bílriðu und alles.
Keppti í golfmóti á sunnudagsmorguninn í gummístígvélum, en það er kannski ekki æskilegur fótabúnaður í golfi, hvorki faglega né fagurfræðilega séð.. en það kom svo sem ekki að sök. Mér gekk þokkalega á sumum brautum og verr á öðrum eins og gengur. Nú vill hins vegar bóndinn endilega koma með mér á völlinn, en ég er ekki alveg eins hrifin af þeirri hugmynd.
Fór í kvöld í inntökupróf í Kvennakór Hafnarfjarðar og var boðin innganga á staðnum. Æfingar hefjast strax annað kvöld og er ég afar spennt.
Drengirnir eru lukkulegir með sig, Aðalsteinn búinn að læra fyrir alla vikuna en eitthvað finnast mér aðferðir Jóhanns við lesturinn undarlegar... mikið um ágiskanir og stæla... veit ekki alveg hvernig ég á að taka á þessu. Svo talar hann svo óskýrt að ég efast um að nokkur maður skilji hann sem ekki hefur í það minnsta BA í hebresku.
Men den tid den sorg...
Í guðs friði...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home