Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, september 20, 2004

Jæja þá er nú verkfallið skollið á og ekkert annað hægt að gera í málinu en að sinna sínum börnum sjálfur og gera gott úr þessu öllu. Gæti opnað mig endalaust um þessa umræðu, kennaradeila/ sveitarfélagadeila eða hvað sem skal kalla þetta.
Hef haft ungling í fóstri um skeið og er það yndislegt. Stúlkan er afar þægileg, dugleg og til fyrirmyndar í alla staði. Í gær skelltum við hjónin okkur á golfvöllinn með Jóhann og áttum við þar góðar stundir. Jóhann átti reyndar býsna erfitt með að þegja þegar foreldrar hans voru að einbeita sér í teignum men den tid den sorg. Synirnir fóru svo með afa sínum á Dýrin í Hálsaskógi í gær við mikla lukku bæði afans og dýranna, jú jú auðvitað drengjanna líka. Á meðan skelltum við hjónin okkur í rómantíska ferð í Húsamsmiðjuna með yngsta prinsinn. Nú ekki nóg með þessa miku Húsasmiðjurómantík þá fórum við líka í Bíó hjónin í gærkveldi á Dís, héldumst í hendur og átum bland í poka og drekkum Freska eins og okkur væri borgað fyrir það. Myndin var bara skemmtileg þannig séð, ekkert stórverk en heldur ekki léleg mynd, bara ósköp notarleg og fyndin á köflum.
Nú er stefnan tekin á Reykjavík city með drengina að heimsækja þá Hauk og Guðmund Hólm sem þykir ægilegt sport hér á bæ. Er stemmningin svo gífurleg að ég verð að segja skriftum mínum lokið med det samme og drífa mig af bæ.
Megi guð vera með öllum í þessu verfalli...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home