Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, september 22, 2004

Ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga... get ég sett börnin mín í gæslu á vegum Íslandspósts í Fylkisheimilinu með górði samvisku. Get ég nýtt mér þessa þjónunstu, þetta er á ansi gráu svæði finnst mér. Þarna er þjálfari og einn aðstoðarmaður per hver 15-20 börn. Nú í boði er videó!!!!! á breiðtjaldi, boltaleikir og jafnvel gönguferðir... matur 3 sinnum á dag. Ekki það að ég geti ekki sinnt mínum sonum sjálf, þeir eru bara leiðir og stundum er samkomulagið ekki upp á marga fiska þegar ekkert um að vera. Þeirra ósk er að láta ekki sjá sig í þessari pössun, hanga fremur heima og létta móður sinni lífið, eða þannig. Þeim finnst það mikil tilbreyting að fara úr pc-tölvunni yfir í Playstation og jafnvel fá að kíkja á netið þess á milli. Nú svo er gott að kíkja á sjónvarpið seinnipartinn.... það gefur auga leið að þetta er hvorki heilsubætandi né fræðandi.. þess vegna verð ég annað hvort að senda þá nauðuga viljuga í pössunina hjá Fylki og líða illa yfir því daglangt þar sem mér finnst ég vera að svíkja stétt mín eða koma upp prógrammi fyrir þá fyrir hvurn dag.... og fylgja því eftir fram í rauðan dauðann. Nú kannski dagurinn gæti litið svona út:
8:00 vakna, borða, bursta
8:25- 10 lestur, skrift
10-12 frjáls tími án tölvu
12-13 hádegismatur hollur og heimatilbúinn
13-14 útivera
14-15 lestur og ritun
15-15:30 miðdegishressing, smurt brauð og mjólk, engin skúffukaka og kakó!!!!
15:30-17 frjáls tími - tölva leyfð í undantekningartilfellum
17-20 almennt fjölskyldulíf með tilheyrandi rifrildum, tuði og tauti
Nú til þess að móðirin geti farið eftir planinu verður hún annað hvort að fá valíum eða byrja hvern dag með einu öllara.
Æ, ég veit svei mér þá ekki hvað ég á til bragðs að taka....

2 Comments:

Blogger thuridur said...

hvað kom eiginlega fyrir??? afhverju er allt svona smátt núna????? er ekki nógu lukkuleg með það...

22. september 2004 kl. 21:04  
Blogger B said...

Sko ef þú ert með internet explorer þá ferðu í view og velur text size og stækkar letrið.
Annars er líka möguleiki að fara í display (þar sem maður breytir desktopmyndinni og screensavernum) og velja settings og lækka screen resolutionið.

24. september 2004 kl. 00:17  

Skrifa ummæli

<< Home