Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, september 09, 2004

Fyrsta kóræfing var í gær og ég var bara lukkuleg með þetta. Kórstjórandinn hældi nýja fólkinu og sagði að hún hefði verið ströng og vandlát að þessu sinni... um líkama minn fór sælutilfinning og mér fannst ég jafnvel vera söngvari á heimsmælikvarða svei mér þá...
Annars er bara venjulegt amstur þessa dagana, elda, baka, þrífa og allur sá pakki. Högninn er náttúrulega bara æði, fæ alveg í alla endajaxlana (líka þá sem komu aldrei upp) þegar ég lít hann augum, svo dekraður og brosmildur.
Aðalsteinn stefnir á að vera algjör ging gang gúllí gúllí gaur og telur niður dagana þangað til hann fer næst í skátana ég er alsæl með þetta enda skáti sjálf, þótt ég hafi nú ekki verið lengi starfandi þá var maður vígður upp í Fálkafelli og maður kunni nokkra hnúta, og svo má ekki gleyma að ég var varðeldastjóri sem skýrir auðvitað sönghæfileikana.... Jóhann minn getur ekki ákveðið hvað hann vill æfa en hann á sem sé að velja eitthvað. Dettur honum helst í hug eitthvað sem ekki er hægt í Hafnarfirði s.s keilu, tennis, íshokký og ólympískir hnefaleikar... við erum svona að reyna að benda honum á fótbolta eða handbolta en það virðist ekki vera það sem hann hafði í hyggju, spennandi að fylgjast með hvað verður úr hjá honum.
Jæja Högninn er ósáttur við að móðir hans nenni ekkert að sinna sér... best að knúsa hann og kjassa, skella sér í rúmfó eller IKEA og kaupa eitthvað undir dótið hans.
Í guðs friði

3 Comments:

Blogger Dísa said...

Ég var einmitt líka í skátunum. Og mig langar einmitt líka þvílíkt að vera í kór. Held ég láti verða af því þegar ég flyt heim aftur...

10. september 2004 kl. 01:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Þura þú ert ótrúlegur penni, gaman að lesa pistlana þína. Kveðja Bína

10. september 2004 kl. 17:35  
Blogger thuridur said...

Takk Bína mín, gaman að vita af nýjum að lesa bloggið manns... knús fyrir það....,

10. september 2004 kl. 20:10  

Skrifa ummæli

<< Home