Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, september 02, 2004

Þetta er nú meiri blíðan. Á mælinum, sem Hannes kríaði út úr þjónustufulltrúanum sinum með harðri hendi í Landsbankanum, segir að hitinn sé 19.7 gráður hvorki meira né minna.
Seinnipartinn mun ég halda af stað norður á boginn með pabba og Gunnu og auðvitað Högnaskottinu. Er áætlað að aka til Akureyrar í kvöld og svo áfram á föstudaginn og svo á að bruna beint eftir erfidrykkju til Hafnarfjarðar, takk fyrir 700 km á einum degi..... Sunnudagurinn fer svo í golfmót hjá frúnni, hlakka til að sjá hvernig það gengur....
Er búin að láta smyrja bílinn, kaupa bensín í Atlandsolíu því maður á hvergi annars staðar að kaupa bensín..... búin að pakka buxum, sokkum, brók og skóm... bjútíboxið orðin fullt af alls kyns varningi sem nauðsynlegur er á ferðalögum um landið, spurning um að búa til nesti líka... en það er kannski einum of.... annars hefur pabbi aldrei klikkað á slíku á ferðalögum sínum. Kannski ég láti honum það eftir.
Synirnir eru sælir í skólanum enn sem komið er. Spurt er eftir Jóhanni eftir skóla und alles... Aðalsteinn kominn með eitthvert Warhammer-æði sem felst í því að líma saman agnarsmá módel og mála þau. Svo er spilað og leikið í einhverjum stríðsleikjum þegar fram í sækir. Veit svo sem ekki hvort þetta er uppbyggilegt en í það minnsta styrkir það fínhreyfingarnar að mála og líma.
Óttar er duglegur og sætur leikskólastrákur sem tók sparibaukinn með sér á leikskólanní dag... maður verður nú að sýna hve ríkur maður er... Högninn sefur sætt úti í vagni við sætan ilminn af ruslatunninni... spurning um að færa annað hvort...
Handriðið komið upp, nú á bara eftir að mála það og setja eikarhandlista þá er þetta súper, það verður að bíða enn um sinn enda mun heimurinn ekki farast þá eitthvert smáræði vanti.
En gangið á guðs vegum meðan við verðum norðan heiða og jafnvel lengur ef því er að skipta...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home