Þá er Gunna syst orðin 40 ára gömul kona.... við systur mættum fyrir klukkan 7 í morgun ( ég endurtek fyrir klukkan 7) með kerti og rúnstykki og fullt fangið af gjöfum og sungum afmælissönginn fyrir utan gluggann hjá henni. Hún vaknaði upp við vondan draum en var svo hin kátasta enda ekki annað hægt þegar svona skemmtilegar systur eiga í hlut.
Annars er svo sem lítið títt þannig séð af bænum. Bræður farnir að rífast uppúr átta og er ágreiningsefnið hver má halda á og hnoðast með Högnaskottið. Óttar er farinn á sitt hæli og var nú ekkert of sáttur þessi elska, en lét sig hafa það að lokum.
Dagskrá dagsins er óráðin, reyndar fundur í kvöld hjá tenglum í foreldrafélaginu í Öldutúnsskóla, maður mætir þar auðvitað þar sem ég er tengill hjá Jóhanni. Kannski maður baki í dag eða skelli sér í sund með synina. Veit ekki hvort ég kemst í leikfimi þar sem samkomulagið er ekki upp á marga fiska hjá þeim akkúrat þessa stundina, eflaust bara léleg afsökun hjá mér því ég nenni varla..... langar að gera svo margt en geri svo aldrei neitt af viti finnst mér. Unglinguirnn er farinn aftur heim og held ég að hún hafi bara verið lukkuleg með sig hér á bæ.
Leiðist öll umræða í fjölmiðlum um verfallið... annað hvort er ég svona bitur og leiðinleg eða spurningarnar sem lagðar eru fyrir fólk svona ansalegar, en ég hef alltaf á tilfinningunni að kennarar séu óþokkar upp til hópa sem láti sér fátt fyrir brjósti brenna og fara bara í verkfall til að ná sér niður á börnunum í landinu. Enginn fjallar um hvað samninganefnd sveitafélaganna er hræðileg að semja ekki um betri laun kennurum til handa. Kennarar eru alltaf í vonda liðinu. Í gær var ég spurð af sjónvarpskonu Stöðvar 2, hvaða afstöðu ég hefði til kennaraverkfallsins..... ég skildi ekki alveg spuringuna, get ég verið á með eða móti kennaraverkfalli.... er það eitthvað í boði.... ég svarði svo eins og hálfviti, var ekki gefinn tími til að setja á mig lippara og var bara eins og ærgintæta almennt til fara. Þar sem ég bæði stamaði og stundi og vissi ekkert hvað ég átti að segja bjóst ég alls ekki við að þetta yrði sýnt, en viti menn komum við Eríkur ekki bara í fréttunum í gærkvöldi, en sem betur fer sá hvorki ég eða nokkur mikið skyldur mér þetta svo ég get andað róleg. Agalegt að komast loks í langþráð viðtal í tv og geta ekki stunið upp orði af viti né litið þokkalega út, ég sem reyni allt mitt til komast í sjónvarpið og er oftast nær eins og fín frú til fara (nema kannski þegar ég er búin að vera með systursyni mínum í Kringlunni að velja afmælisgjöf handa móður hans tímunum saman!!!!!!!!!!) Já margt er mannanna bölið.
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
þriðjudagur, september 21, 2004
Gangið á guðsvegum á þessum dýrðardegi!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home