Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Mikið lifandi skelfingar ósköp er gott að vera svona einn á morgnana og gera ekki neitt. Ég tala nú ekki um þegar Högninn sefur marga klukkutíma í vagninum úti á palli. Maður er sko búinn að fara í IKEA, kíkja á Friðrik Bínuson, lesa fréttablaðið fram og aftur, setja í minnst 2 vélar (3 ef uppþvottavélin er talin með!!!!) kjafta við Höbbu vinknou í minnst klukkutíma í símann, setja heimagerðu sólberjasultuna mína í krukkur og ég veit ekki hvað og hvað. Er bara lukkuleg með mig.
Hef ekkert komis í golf í viknuui og ekkert farið í leikfimi.... skamm skammm skammmmm men den tid den sorg eins og danskurinn segir.
Abba ömmusystir mín kvaddi þennan heim í dag eftir langa ævi. Hún var orðin södd lífdaga og kvaddi sátt við guð og menn. Hún var stórkostleg manneskja, svo krúttleg og góð. Mér þótti gaman og gott að komast í sveit til hennar þegar ég var unglingsstelpa og kenndi hún manni til margra verka, sum ansi gamaldags en maður hafði sko gott af því. Mér þykir vænt um minningar mínar út Holti og á hún þar stærsta hlutann. Blessuð sé minning Öbbu í Holti.
Í guðs friði

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home