Jæja þá er maður orðinn 36 ára og ekker minna. Átti yndislegan dag með ættingjum og vinum á sunnudaginn. Var mikið um kaffi og kruðerí enda hef ég ekki verið með stórfjölskyldu minni á afmælisdaginn minn í fjögur ár svo vel varð maður að gera við gesti sína. Ég fékk margar góðar gjafir, ja um tíma hélt ég að ég væri svei mér þá barasta fimmtug.....
Besta gjöfin var gjöfin frá Jóhanni mínum sem tók 500 kall úr sinu eigin veski og pakkaði honum inn og lét pabba sinn skrifa á kort þar sem á stóð: Til hamingju mamma, þú ert 36 ára, Jói Hannesson, gaman gaman og bless bless. Mesta krútt ever...
Skólinn er hafinn hjá þeim bræðrum og líst þeim bara vel á sig. Aðalsteinn kominn í 5. bekk L og Jóhann í 2. bekk K. Fengu þeir grjónagraut í matinn í skólanum í dag sem Jóhanni leist ekki svo vel á, en Aðalsteini fannst hann betri en mömmu grautur og það hljóta að vera meðmæli eða hvað. Nú maður hefur auðvitað keypt ritföng sem samsvarar einni bókabúð eða svo, þvílíkir eru innkaupalistarnir hjá þeim bræðrum. Í Danaveldi fá börnin allt í skólanum svo við erum ekki alveg að ná þessu. En við vorum sammála um að kaupa bara það ódýrasta og ekkert myndakjaftæði því þeir gætu alveg eins teiknað eitthvað sjálfir á sínar bækur. Er ég afar sátt við að þeir skuli ekki enn vera farnir að hlaupa á eftir tískunni og vona bara að þeir haldi sem lengst í sinn eigin stíl. Get ekki séð að Spiederman- og Loony Tuns bækur geri neinum eitthvað betra en öðrum, enda engan veginn hægt að lækna lesblindu og námsleiða með rándýrum og skrautlegum forsíðum.
Óttar er eitthvað að fá bakslag í leikskólanum og grætur á morgnana þegar hann er skilinn eftir, Högninn hins vegar brosir hringinn, etur graut og sýpur á glasi eins og fínn maður, situr svo bara sjálfur og horfir á Ólympíuleikana með bræðrum sínum.
Hef skráð mig á mitt fyrsta golfmót og hana nú.....
Í guðs friði!
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
1 Comments:
Ekki spyr maður að minni. það er að vísu alveg satt með stílabækurnar að þær lækna ekki lesblindu og námsleiða, - munið það foreldrar! ...ekki gleyma sér í neyslunni.....
Gott þetta með golfmótið.....áfram Þura!
GUNNA SYST
Skrifa ummæli
<< Home